Menning

Klettasalat og afbyggður líkami

Mynd Johns Bock Stúlka með klettasalati er ekki við hæfi barna.
Mynd Johns Bock Stúlka með klettasalati er ekki við hæfi barna.

Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock.

Bock starfaði náið með aðstandendum Kling & Bang gallerísins árið 2005 þegar hann gerði myndina Skipholt en hún var sýnd á Listahátíð sama ár. Í tilkynningu um mynd Bocks, Stúlka með klettasalati, er vísað til þess að listamanninum hafi verið fjarstýrt af yfirnáttúrulegum öflum og líkami stúlkunnar í myndinni hafi því verið þvingaður til svívirðilegra athafna. Þannig hafi líkami fórnarlambsins verið afbyggður, teikningum komið fyrir á honum og á honum gerð ýmis próf og greiningar. Atriði í fyrrgreindri mynd eru ekki við hæfi barna.

Sýningarnar tvær standa til 13. maí en galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.