Þjóðin á það sem úti frýs 17. mars 2007 05:45 Ég sat á þingbekknum og hlustaði á sakleysislega umræðu um landbrot, þar sem Guðni landbúnaðarráðherra spígsporaði í kringum ræðustólinn eins og maður gerir heima hjá sér meðan maður bíður eftir kvöldmatnum eða fréttunum. Allt í einu datt einhverjum þingmanninum í hug að fara að fílósofera um hvað yrði með landið, ef áin tæki upp á því að breyta um farveg. Ég tala nú ekki um ef árfarvegurinn upprunalegi var landamerkið sjálft, sagði þingmaðurinn. Hver er þá eigandi að breyttu landslagi, breyttum landamærum? Það var þá sem ég fór, ásamt fleirum, að spyrja Guðna, úr því hann var staddur þarna á staðnum, hvað liði efndum stjórnarflokkanna um að setja það í stjórnarskrána að fiskistofnarnir væru sameign þjóðarinnar? Spurning, alveg út úr kú og allavega óralangt frá árfarveginum og landbrotinu. En Guðni var óþolinmóður og vék sér hvatlega í ræðustól og upplýsti þessa tvo eða þrjá sem staddir voru í þingsalnum að það stæði ekki á þeim framsóknarmönnunum að efna sín loforð og honum var svo mikið niðri fyrir að sjálfur formaður flokksins, sem rakst þarna inn fyrir hreina tilviljun, sá ástæðu til að gefa samskonar yfirlýsingu og sagði hans menn mundu berjast fyrir því af öllu afli að tryggja sameignina. Þetta hratt atburðarásinni af stað og blóðið rann framsóknarmönnum til skyldunnar og Sjálfstæðisflokkurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið næstu dagana. Þeir höfðu kurteislega tekið þetta mál út af dagskrá stjórnarskrárnefndarinnar í anda þeirrar hugsjónar að sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum. Ég segi nú ekki beinlínis að ég hafi samviskubit af því að setja þetta yfirlætisfulla bræðralag í uppnám en ég fékk þó pínulitla sektarkennd þegar ég sá nokkrum dögum síðar að þeir hefðu hnoðað saman texta að nýju stjórnarskrárákvæði sem samið hafði verið, að því er virtist, í fullri alvöru. Ég þurfti að lesa hann þrisvar sinnum yfir áður en ég skildi hann. Það átti sem sagt að tryggja náttúruauðlindirnar sem þjóðareign, þó með þeim fyrirvara að ekki skyldi haggað við þeim eignarrétti sem skapast hefði hjá öðrum á slíkum auðlindum eða þeim sem stunda fiskveiðar á grundvelli veiðiheimilda. Huggun var þó í því að það voru fleiri sem þurftu að leggjast yfir þennan texta og jafnvel útlærðir stjórnlagafræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu og ég og reyndar flestir aðrir vitibornir menn, sem sé þeirri að tillagan var tautologia sem þýðir á íslensku að ákvæðið stangast á við sjálft sig. Svo fór ég á ráðstefnu í Háskólanum til að hlusta á sérfræðingana útlista þetta fyrir mér og öðrum almenningi og niðurstaðan var sú sama: bastarður var á leiðinni í stjórnarskrána. Einhver utan úr sal hélt því fram að það væri sósialismi ef þjóðin ætti eitthvað og framkvæmdastjóri útvegsmanna spurði hvort Alþingi ætlaði virkilega að taka kvótann af útgerðinni og benti á Eirík Tómasson, útgerðarmann, sem er meðal fórnarlambanna, og framkvæmdastjórinn sagði að Eiríkur ætti kvóta fyrir tuttugu og eitthvað milljarða og hvort það yrði tekið af honum bótalaust? Það fór kliður um salinn og menn sáu strax í hendi sinni að þjóðin gæti ekki verið svona vond við Eirík að rýja hann inn að skinninu með svona vitlausri stjórnarskrá. Hann hlýtur að eiga það sem hann á, fjandinn hafi það. Og um leið og þeir kumpánarnir frá LÍÚ blökuðu við sér, fór hrollur um mig og mér varð ljóst að eignarhaldið á þessum blessaða fiski og allri þessari óveiddu auðlind var löngu gengið úr greipum þjóðarinnar. Ég hefði aldrei átt að stilla Guðna mínum upp við vegg. Þá hefði Framsókn þagað. Þá hefði þetta fjárans frumvarp aldrei litið dagsins ljós og þjóðin hefði ekki farið að trúa því að hún ætti eitthvað sem hún á ekki. Það eru menn suður með sjó og norður í landi sem eiga þessa auðlind og hvað vill þá þjóðin upp á dekk, þegar hún getur aldrei orðið eigandi að neinu nema vera bæði sósíalisk og sovésk? Af hverju erum við að þessu veseni? Af hverju erum við amast við því þegar valinkunnir heiðursmenn hafa eignarhald á þeim verðmætum sem máli skipta? Fiski. Sem öðru. Það eru þeir, þessir örfáu, þessir ríku, sem eiga þetta allt, sem verður ekki af þeim tekið og þjóðin á ekkert og getur aldrei átt neitt. Nema það sem úti frýs. Enda sýnist manni að það sé niðurstaðan. Þökk sé sérhagsmunagæslu sjálfstæðismanna. Og ófrágenginni stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég sat á þingbekknum og hlustaði á sakleysislega umræðu um landbrot, þar sem Guðni landbúnaðarráðherra spígsporaði í kringum ræðustólinn eins og maður gerir heima hjá sér meðan maður bíður eftir kvöldmatnum eða fréttunum. Allt í einu datt einhverjum þingmanninum í hug að fara að fílósofera um hvað yrði með landið, ef áin tæki upp á því að breyta um farveg. Ég tala nú ekki um ef árfarvegurinn upprunalegi var landamerkið sjálft, sagði þingmaðurinn. Hver er þá eigandi að breyttu landslagi, breyttum landamærum? Það var þá sem ég fór, ásamt fleirum, að spyrja Guðna, úr því hann var staddur þarna á staðnum, hvað liði efndum stjórnarflokkanna um að setja það í stjórnarskrána að fiskistofnarnir væru sameign þjóðarinnar? Spurning, alveg út úr kú og allavega óralangt frá árfarveginum og landbrotinu. En Guðni var óþolinmóður og vék sér hvatlega í ræðustól og upplýsti þessa tvo eða þrjá sem staddir voru í þingsalnum að það stæði ekki á þeim framsóknarmönnunum að efna sín loforð og honum var svo mikið niðri fyrir að sjálfur formaður flokksins, sem rakst þarna inn fyrir hreina tilviljun, sá ástæðu til að gefa samskonar yfirlýsingu og sagði hans menn mundu berjast fyrir því af öllu afli að tryggja sameignina. Þetta hratt atburðarásinni af stað og blóðið rann framsóknarmönnum til skyldunnar og Sjálfstæðisflokkurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið næstu dagana. Þeir höfðu kurteislega tekið þetta mál út af dagskrá stjórnarskrárnefndarinnar í anda þeirrar hugsjónar að sérhagsmunir ganga fyrir almannahagsmunum. Ég segi nú ekki beinlínis að ég hafi samviskubit af því að setja þetta yfirlætisfulla bræðralag í uppnám en ég fékk þó pínulitla sektarkennd þegar ég sá nokkrum dögum síðar að þeir hefðu hnoðað saman texta að nýju stjórnarskrárákvæði sem samið hafði verið, að því er virtist, í fullri alvöru. Ég þurfti að lesa hann þrisvar sinnum yfir áður en ég skildi hann. Það átti sem sagt að tryggja náttúruauðlindirnar sem þjóðareign, þó með þeim fyrirvara að ekki skyldi haggað við þeim eignarrétti sem skapast hefði hjá öðrum á slíkum auðlindum eða þeim sem stunda fiskveiðar á grundvelli veiðiheimilda. Huggun var þó í því að það voru fleiri sem þurftu að leggjast yfir þennan texta og jafnvel útlærðir stjórnlagafræðingar hafa komist að sömu niðurstöðu og ég og reyndar flestir aðrir vitibornir menn, sem sé þeirri að tillagan var tautologia sem þýðir á íslensku að ákvæðið stangast á við sjálft sig. Svo fór ég á ráðstefnu í Háskólanum til að hlusta á sérfræðingana útlista þetta fyrir mér og öðrum almenningi og niðurstaðan var sú sama: bastarður var á leiðinni í stjórnarskrána. Einhver utan úr sal hélt því fram að það væri sósialismi ef þjóðin ætti eitthvað og framkvæmdastjóri útvegsmanna spurði hvort Alþingi ætlaði virkilega að taka kvótann af útgerðinni og benti á Eirík Tómasson, útgerðarmann, sem er meðal fórnarlambanna, og framkvæmdastjórinn sagði að Eiríkur ætti kvóta fyrir tuttugu og eitthvað milljarða og hvort það yrði tekið af honum bótalaust? Það fór kliður um salinn og menn sáu strax í hendi sinni að þjóðin gæti ekki verið svona vond við Eirík að rýja hann inn að skinninu með svona vitlausri stjórnarskrá. Hann hlýtur að eiga það sem hann á, fjandinn hafi það. Og um leið og þeir kumpánarnir frá LÍÚ blökuðu við sér, fór hrollur um mig og mér varð ljóst að eignarhaldið á þessum blessaða fiski og allri þessari óveiddu auðlind var löngu gengið úr greipum þjóðarinnar. Ég hefði aldrei átt að stilla Guðna mínum upp við vegg. Þá hefði Framsókn þagað. Þá hefði þetta fjárans frumvarp aldrei litið dagsins ljós og þjóðin hefði ekki farið að trúa því að hún ætti eitthvað sem hún á ekki. Það eru menn suður með sjó og norður í landi sem eiga þessa auðlind og hvað vill þá þjóðin upp á dekk, þegar hún getur aldrei orðið eigandi að neinu nema vera bæði sósíalisk og sovésk? Af hverju erum við að þessu veseni? Af hverju erum við amast við því þegar valinkunnir heiðursmenn hafa eignarhald á þeim verðmætum sem máli skipta? Fiski. Sem öðru. Það eru þeir, þessir örfáu, þessir ríku, sem eiga þetta allt, sem verður ekki af þeim tekið og þjóðin á ekkert og getur aldrei átt neitt. Nema það sem úti frýs. Enda sýnist manni að það sé niðurstaðan. Þökk sé sérhagsmunagæslu sjálfstæðismanna. Og ófrágenginni stjórnarskrá.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun