Alltaf í góðu skapi 15. mars 2007 10:00 Hljómsveitin Spaðar spilar á Nasa á föstudag. Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira