Menning

Fáðu þér bara sæti

Frumstæð en heimilisleg sæti. Verk Hlyns Hallssonar í galleriBOXi er notendavænt og þægilegt að sjá.
Frumstæð en heimilisleg sæti. Verk Hlyns Hallssonar í galleriBOXi er notendavænt og þægilegt að sjá.

Myndlistarmaðurinn Hlynur Hallsson opnar sýninguna LJÓS - LICHT - LIGHT í galleriBOXi á Akureyri kl. 16 á morgun. Verkið sem Hlynur setur upp í galleriBOXi samanstendur af borði og sætum sem gerð eru á afar einfaldan hátt úr froðuplastplötum og gæruskinni.

Froðuplastið er tilbúið efni sem gjarnan er notað til einangrunar en gæruskinnið er náttúruleg afurð sem er einnig gjarnan notuð til einangrunar eða öllu heldur sem fóður í ýmsar flíkur. Froðuplastið er framleitt hjá Plastási á Akureyri en gærurnar koma frá Skinnaiðnaði sem nú er búið að flytja til austurhluta Evrópu.

Hlynur hefur sett upp svipuð verk í Hannover og Vín og nú stendur yfir sýning hans hjá Kuckei+Kuckei í Berlín. Sýningargestir geta fengið sér sæti og hvílt lúin bein, spjallað saman eða horft hver á annan. Fólk getur blaðað í skrám frá sýningum sem Hlynur hefur haldið eða tekið þátt í. Einnig er hægt að ferðast í huganum til fjarlægra landa ef mann langar heldur til þess, sitjandi á þessum frumstæðu en hlýlegu bekkjum. Á vegginn hefur Hlynur úðað skilaboð sem hægt er að útleggja á ýmsa vegu.

Á sama tíma og sýningin í galleriBOXi verður opnuð opnar Hlynur einnig sýningu á www.veggverk.org á vegg á mótum Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.