Baudrillard látinn 8. mars 2007 09:00 Jean Baudrillard. Hugmyndir hans hafa haft gríðarleg áhrif á nútímahugvísindi. MYND/AFP Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002). Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Franski heimspekingurinn og menningarfræðingurinn Jean Baudrillard lést í París síðastliðinn þriðjudag. Hann var 77 ára að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi. Með skrifum sínum hafði Baudrillard mikil áhrif á hugvísindi nútímans. Samkvæmt kenningum Baudrillard einkennist líf nútímamannsins af ógreinilegum mörkum milli raunveruleika og blekkingar. Meðal frægustu hugmynda hans eru kenningar um samfélag „ofurveruleikans" þar sem eftirmyndir raunveruleikans, til að mynda símiðlaðar afurðir fjölmiðlanna, eru raunverulegri en veruleikinn sjálfur. Verk hans eru jafnan splæst saman við kenningar um póstmódernisma og póst-strúktúralisma. Baudrillard er ekki síður minnst fyrir beitta samfélagsgagnrýni og skrif um stjórnmál og alþjóðavæðingu. Hann var umdeildur kennismiður og sumir kölluðu hann heimspekitrúð. Greinarflokkur sem hann skrifaði um Persaflóastríðið og birtist í dagblaðinu Libération árið 1991 vakti til að mynda mikla athygli og deilur. Greinarnar voru síðar gefnar út á bók og báru þá umdeildan titil þess efnis að stríðið hefði ekki átt sér stað. Höfundurinn afneitaði þó ekki átökunum við Persaflóa heldur nýtti hann hugmyndina um framkvæmd og miðlun Persaflóastríðsins, sem var fyrsta „stríðið" sem sjónvarpað var á rauntíma, sem dæmi um ástand nútímans og eftirlíkingaráráttu ofurveruleikans. Baudrillard gaf út rúmlega fimmtíu bækur á ferli sínum, auk ritgerða og greina. Þeirra þekktastar eru Simulacres et simulation (1981) og Power Inferno, Requiem pour les Twins Towers og Hypothèse sur le terrorisme (2002).
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira