Tónlist

Muse valin best á NME

Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum.
Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum.

Rokksveitin Muse var valin besta breska sveitin á NME-tónlistarverðlaununum sem voru afhent á dögunum. The Arctic Monkeys hlaut tvenn verðlaun, þar á meðal fyrir bestu plötuna, Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not.

Bandaríska rokksveitin My Chemical Romance var kjörin besta erlenda sveitin. Bestu nýliðarnir voru valdir The Klaxons, sem spiluðu á síðustu Iceland Airwaves-hátíð hér á landi. Kasabian var valin besta tónleikasveitin.

The Killers fékk verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og The View fyrir bestu smáskífuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.