Tónlist

Frjótt ímyndunarafl Simone

Simon heldur tónleika í Háskólabíói annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi.
Simon heldur tónleika í Háskólabíói annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi.

Émilie Simon heldur tónleika í Háskólabíó annað kvöld í tengslum við frönsku menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi. Émilie nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi.

Barnslegt ímyndunarafl söngkonunnar frá Suður-Frakklandi nýttist vel við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina ísköldu Ferðalag mörgæsanna. Þótti hún eiga stóran þátt í velgengni þeirrar myndar en kvikmyndin hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmyndin fyrir tæpum tveimur árum.

Þegar frumraun Émilie kom út árið 2003 var hún þegar í stað borin saman við prinsessu rafpoppsins, Björk Guðmundsdóttur. Einnig hefur henni verið líkt við söngkonuna Kate Bush og binda Frakkar miklar vonir við söngkonuna um að hún verði eitt af stóru nöfnunum í tónlistarheiminum.

Á síðustu plötu sinni, Végétal, lætur hún enn ljós sitt skína ásamt því að fjöldi reyndra tónlistarmanna er henni innan handar á plötunni, meðal annarra Simon Edwards, sem hefur m.a. leikið á bassa með Talk Talk, Beth Gibbons og Alain Bashung.

Tónleikarnir í Háskólabíói byrja klukkan 20.00 og teljast þeir einn af stóru viðburðum hátíðarinnar. Miðaverð er 2.900 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.