Tónlist

Til heiðurs Tony Joe White

Tónlistarmaðurinn Mugison mun syngja á plötu til heiðurs Tony Joe White.
Tónlistarmaðurinn Mugison mun syngja á plötu til heiðurs Tony Joe White. MYND/Daníel

Mugison, Baddi úr Jeff Who?, Jenni úr Brain Police og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma, eru á meðal þeirra sem munu syngja á nýrri plötu til heiðurs bandaríska blúsrokkaranum Tony Joe White.

Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Halldór Guðmundsson, sem hafa einnig gert garðinn frægan með Hjálmum, og Bragi Valdimar Skúlason úr Baggalúti eru mennirnir á bak við plötuna, sem er væntanleg í sumar. „Siggi fann lag á netinu og sendi mér. Þá fann ég disk í einkasafni Rúnars Júl. og við höfum mikið hlustað á hann. Við ákváðum að gera plötu því það þekkir hann enginn hérna,“ segir Guðmundur Kristinn um Tony Joe White, sem er frá Louisiana. „Hugmyndin að plötunni er að á henni syngi helstu rokkarar Íslands af yngri kynslóðinni,“ bætir hann við. Lögin á plötunni eru öll eftir Tony Joe en textarnir eftir Braga.

Á meðal fleiri þekktra nafna sem munu hugsanlega syngja á plötunni eru Krummi, Steini úr Hjálmum, Ómar úr Quarashi, Óttarr Proppé, Ragnar Kjartansson. Ólafur Darri Ólafsson og meistari Megas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.