Tónlist

Reykvél og ljósprik

Stórt „90s" partí verður haldið á Nasa annað kvöld. Uppselt var í síðasta partí, sem var haldið á gamlárskvöld, og ætlaði þakið hreinlega að rifna af húsinu.

„Þetta verður alveg brjálað," segir Curver, sem stendur fyrir kvöldinu ásamt Kiki-Ow. „Það er komin mikil stemning í mann og ég hlakka mikið til. Við verðum með gamaldags reykvél og síðan erum við búin að flytja inn tvö þúsund „glowstick". Það er skemmtilegt að dansa með þetta og fyndið að sjá fullt hús á Nasa að sveifla glóandi prikum í „90s" stemningu."

No Limits-kvöldin, sem Curver og Kiki-Ow standa einnig fyrir, hafa notið mikilla vinsælda á Bar 11. No Limits er samvinnuverkefni Curvers og Kiki-Ow. Hún er ekki óþekkt í tónlistarlífi landans, því fyrir utan að hafa komið tugum sinnum til Íslands og verið fastagestur á Airwaves-hátíðinni seinustu ár hefur hún nýlega verið að vinna með íslenskum tónlistarmönnum.

Miðasala fer fram á Nasa og hægt er að kaupa miða í forsölu í dag á milli klukkan 13 og 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.