Enga gleðibankaveiki 17. febrúar 2007 00:01 Rokkarar þjóðarinnar Dr. Gunni og Eiríkur Hauksson hvetja þjóðina til að hafa húmor fyrir keppninni. Hvernig tekst tveimur rauðhærðum rokkurum, einum síðhærðum og öðrum sköllóttum, að vera ofursvalir en syngja samt og semja fyrir Evróvisjón? Æfing er að klárast í Loftkastalanum og síðhærða hálfnorska ljónið stígur af sviði og nær í ferðatöskuna sína og pokann úr tollinum enda nýlentur á íslenskri grundu. Rauðhærðu félagarnir ráða ráðum sínum og sammælast um að halda skuli í reykherbergið en fjölskyldumaðurinn Dr. Gunni mátti vart vera að því að mæta í Eurovisionviðtöl þar sem hann var önnum kafinn við barnauppeldi. Þeir eru flottur dúett þó að vísu fari eitthvað minna fyrir hárinu á doktornum og segist hann fyrir löngu vera búinn að gefa drauminn um sítt hár upp á bátinn. Haldið þið að rauðhærðu genin muni eitthvað hjálpa ykkur í kvöld? Dr. Gunni: Tja, ég er nú alveg orðinn sköllóttur, veit ekki hvort það gerir eitthvað fyrir mig. Eiríkur: Rauðhært fólk er náttúrlega minnihlutahópur og allir minnihlutahópar eru í hávegum hafðir í dag. En, nei, ég held það hafi nú ekki mikið að segja. Dr. Gunni: Tvímælalaust er þetta jú afar flottur stofn. Þið eruð báðir önnum kafnir menn, fyrir utan það að annar þarf að fljúga milli heimilis og æfingastaðar, þá ert þú Eiríkur að fara í tónleikaferðalag með fyrrum forsprakka Uriah Heep og svo ert þú í miðjum barnasöngleik í Hafnarfjarðarleikhúsinu Dr. Gunni. Finnst ykkur Eurovisionþátttakan tímans virði? Dr. Gunni: Sem betur fer er Euro-vision ekki fullt starf. Eiríkur: Nei, nákvæmlega. Þó ber að taka þessari keppni af fullri alvöru því hún hefur mikið áhorf. Engu að síður er þetta aðeins um þriggja mínútna törn þegar til kastanna kemur. Dr. Gunni: Já og mínar þrjár mínútur eru þarna á bak við, þar sem ég er skjálfandi á beinunum. Eiríkur: Er ekki miklu meiri spenna að vera lagahöfundur en keppandi? Dr. Gunni: Jú, það getur verið. Annars er þessi keppni alveg rakin leið til að gefa eitthvað út því þarna færðu alla þjóðina til að hafa skoðun á tónlistinni. Ef ég væri að gefa út plötu myndi ég kannski fá einhver viðbrögð, og þá lítil. Þannig að þessi laugardagur er voða mikið beint í andlitið. Eiríkur: Þótt Eurovision sé gamalt í hettunni þá er það samt að færast nær nútímanum og mér finnst það vera að brjótast út úr skel sinni. Mér dettur í hug til dæmis Wig Wam, sem tóku þátt fyrir tveimur árum og vöktu mikla athygli og svo Lordi í fyrra. Dr. Gunni: Já, það er greinilegt að allt getur gerst í þessu. Oft eru þeir sem ná langt með mjög fríkað efni á Eurovision standard. Fyrir nokkrum árum var það furðulegt lettneskt band sem bar sigur af hólmi, annar flippari frá Austurríki lenti líka ofarlega. Það má því kannski segja að það sé dálítið skrítið að Silvía Nótt skyldi ekki ná lengra en hún gerði, í ljósi þess hve mikið flipp það var. Urðuð þið hissa á þeim úrslitum? Dr. Gunni: Stelpugreyið var bara eitthvað slöpp þarna á sviðinu, fór einfaldlega yfir um á stressi. Eiríkur: Þetta frík var í raun ágætishugmynd en hún er týpa sem íslenska þjóðarsálin er búin fá að melta í einhvern tíma. Svo er erfiðara verk að skila þessum húmor sem er búinn að vera að gerjast hér heima í meira en eitt ár, þarna úti á einni viku. Og það fór út um þúfur. FimmtudagsgildranÞú ert ekki fyrsti maðurinn sem kemur upp í hugann, Dr. Gunni, þegar Eurovision ber á góma en þú ert hins vegar kannski fyrsti maðurinn sem mér dettur í hug við sama tækifæri, Eiríkur. Hvað fékk þig til að taka þátt núna doktor og ert þú mjög innvígður í keppnina Eiríkur? Dr. Gunni: Það er nú bara eins og ég segi, það varð til lag sem passaði í þessa keppni og ég ákvað að tékka á Heiðu hvort hún væri í stuði og hún var í stuði. Eiríkur: Ég er þeirrar ónáttúru gæddur að ég hef alltaf viljað fara eigin leiðir og hef náttúrulega fengið að líða fyrir það hjá gagnrýnendum. En ég hef svo mikla tröllatrú á sjálfum mér sem rokkara að mér finnst ég geta leyft mér allt og líka það að taka þátt í Eurovision. Ég held að það sé meira rokk í mér á þremur mínútum í Eurovision en hjá mörgum í heilan feril. Þó svo að menn eigi sína fortíð í að fordæma Eurovision þá finnst mér að menn ættu að hugsa dæmið aðeins aftur og ef menn eru með gott lag undir höndum, að reyna að fatta það hvað þetta er stór vettvangur. Þegar ég var úti með Gleðibankann á sínum tíma, þá man ég hvað manni buðust mörg hugsanleg sambönd sem ég nýtti mér svo aldrei. Þetta er markaður sem hægt er að nýta sér. Dr. Gunni: Ég er ekkert svo viss um að keppnin sé svakaleg lyftistöng fyrir einn né neinn, ég held til dæmis að Lordi hafi ekkert selt mikið af plötum þó þeir hafi unnið í fyrra. Held þeir hafi náð um 100.000 eintök af fyrsta albúminu þeirra sem er helmingi minna en Gus Gus seldi. Þannig að ég held að þetta sé ekki alþjóðlegur stökkpallur. Eiríkur: Það er í rauninni bara eitt dæmi um slíkt og það var Abba. Dr. Gunni: Já og Celine Dion kannski. En það dæmi var kannski ekki eftirsóknarvert. Hafði skrímslasveitin Lordi kannski einhver áhrif á það að þið ákváðuð að taka þátt? Dr. Gunni: Já, kannski aðeins. Ég er dálítill áhugamaður um finnska menningu og tónlist þannig að ég hélt með þeim síðast og hafði mjög gaman af því að þeir ynnu. Líka fyrst að Silvía Nótt tók þátt síðast að þá hélt maður að keppnin væri orðin kannski nógu svöl. Eiríkur: Ég get tekið undir það og ég vonaðist til að Lordi myndu vinna. Ég spáði því líka að ef þeir kæmust áfram frá fimmtudegi til laugardag að þá myndu þeir vinna. Það er í sjálfu sér meira afrek að komast áfram á fimmtudeginum heldur en að lenda í 10 efstu sætunum í lokakeppninni. Ég held það ætti að vera markmið þess aðila sem fer út fyrir okkar hönd. Dr. Gunni: Það eru ekki einu sinni helmingslíkur á að komast upp úr fimmtudeginum þannig að við gætum verið föst þar. Misheppnuð danskennslaEurovision hefur oft verið nefnd ýmsum nöfnum, ruslakista tónsmíða, söngvakeppni samkynhneigðra og fleira, hvert er ykkar álit á keppninni? Eiríkur: 70-80 prósent þess sem flutt er í keppninni eru vafalítið mjög léleg. Ég held ég falli inn í þann stóra hóp sem hefur ekkert álit á Evróvisjón en horfir samt á þetta. Þetta er þrælskemmtileg vika í útlöndum og ef þú ert heppinn þá eru listamenn þarna sem þú þekkir og svo aðrir sem þú þarft að hafa túlk þér til handa til að ná sambandi við. Þetta er frábær vika þar sem allt flæðir í kampavíni. Dr. Gunni: Ég myndi segja að þetta væri frábær ástæða til að hafa gott partí. Dr. Gunni, hvað fannst þér um búningana sem Eiríkur var í þegar Icy-tríóið söng Gleðibankann og hefur þú fylgst með skyrtutísku doktorsins, Eiríkur? Dr. Gunni: Ég var auðvitað mjög andfélagslegur árið 1986 þannig að ég horfði ekkert á þetta svo búningarnir fóru alveg fram hjá mér. Eiríkur: Búningarnir okkar þá eru auðvitað bara frábær saga og segja má að þjóðfélagið hafi hreinlega farið á hvolf. Þetta gekk svo langt að einhver reyndi meira að segja kenna mér og Pálma að dansa sem var auðvitað gjörsamlega misheppnað. En hvað skyrturnar hans Gunna varðar þá hefur það farið fram hjá mér eins og svo margt sem hefur gerst meðan ég var úti. Dr. Gunni: Þú verður auðvitað að gera þér grein fyrir því að þú ert að tala við Norðmann. Eiríkur: Já, ég man samt eftir Gunna í Svarthvítum draumi, Bensínskrímslið skríður var mjög gott lag. Dr. Gunni: Já, sko. Og ég á meira að segja eina plötu með Start. Hver haldið þið að muni veita ykkur harða samkeppni? Dr. Gunni: Friðrik Ómar og Jónsi. Annars er erfitt að spá í það. Eiríkur: Ég er svo heppin að þar sem ég bý erlendis hef ég aðeins heyrt þau lög sem voru í mínum riðli. En ég hef heyrt marga segja að Heiða og Dr. Gunni eigi góða möguleika. Verður þetta mikið andlegt álag? Eiríkur: Ég held bara mínu striki, finn mér einhvern glugga og næ mér í síðasta smók rétt fyrir úrslit. Annars er þetta bara Eurovision og fólk verður að gera sér grein fyrir því að andlega álagið felst í því að ætla að hlusta á næstum 40 Eurovisionlög í partíinu, það kemst enginn heill heilsu frá því. Bara það að þjóðin fari ekki í einhverja gleðibankageðveiki. Dr. Gunni: Sem gerist samt alltaf, sama hversu oft við lendum í 16. sæti. En já, það er mjög nauðsynlegt að taka margar, margar klósettpásur þegar horft er á keppnina heima í stofu.- Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvernig tekst tveimur rauðhærðum rokkurum, einum síðhærðum og öðrum sköllóttum, að vera ofursvalir en syngja samt og semja fyrir Evróvisjón? Æfing er að klárast í Loftkastalanum og síðhærða hálfnorska ljónið stígur af sviði og nær í ferðatöskuna sína og pokann úr tollinum enda nýlentur á íslenskri grundu. Rauðhærðu félagarnir ráða ráðum sínum og sammælast um að halda skuli í reykherbergið en fjölskyldumaðurinn Dr. Gunni mátti vart vera að því að mæta í Eurovisionviðtöl þar sem hann var önnum kafinn við barnauppeldi. Þeir eru flottur dúett þó að vísu fari eitthvað minna fyrir hárinu á doktornum og segist hann fyrir löngu vera búinn að gefa drauminn um sítt hár upp á bátinn. Haldið þið að rauðhærðu genin muni eitthvað hjálpa ykkur í kvöld? Dr. Gunni: Tja, ég er nú alveg orðinn sköllóttur, veit ekki hvort það gerir eitthvað fyrir mig. Eiríkur: Rauðhært fólk er náttúrlega minnihlutahópur og allir minnihlutahópar eru í hávegum hafðir í dag. En, nei, ég held það hafi nú ekki mikið að segja. Dr. Gunni: Tvímælalaust er þetta jú afar flottur stofn. Þið eruð báðir önnum kafnir menn, fyrir utan það að annar þarf að fljúga milli heimilis og æfingastaðar, þá ert þú Eiríkur að fara í tónleikaferðalag með fyrrum forsprakka Uriah Heep og svo ert þú í miðjum barnasöngleik í Hafnarfjarðarleikhúsinu Dr. Gunni. Finnst ykkur Eurovisionþátttakan tímans virði? Dr. Gunni: Sem betur fer er Euro-vision ekki fullt starf. Eiríkur: Nei, nákvæmlega. Þó ber að taka þessari keppni af fullri alvöru því hún hefur mikið áhorf. Engu að síður er þetta aðeins um þriggja mínútna törn þegar til kastanna kemur. Dr. Gunni: Já og mínar þrjár mínútur eru þarna á bak við, þar sem ég er skjálfandi á beinunum. Eiríkur: Er ekki miklu meiri spenna að vera lagahöfundur en keppandi? Dr. Gunni: Jú, það getur verið. Annars er þessi keppni alveg rakin leið til að gefa eitthvað út því þarna færðu alla þjóðina til að hafa skoðun á tónlistinni. Ef ég væri að gefa út plötu myndi ég kannski fá einhver viðbrögð, og þá lítil. Þannig að þessi laugardagur er voða mikið beint í andlitið. Eiríkur: Þótt Eurovision sé gamalt í hettunni þá er það samt að færast nær nútímanum og mér finnst það vera að brjótast út úr skel sinni. Mér dettur í hug til dæmis Wig Wam, sem tóku þátt fyrir tveimur árum og vöktu mikla athygli og svo Lordi í fyrra. Dr. Gunni: Já, það er greinilegt að allt getur gerst í þessu. Oft eru þeir sem ná langt með mjög fríkað efni á Eurovision standard. Fyrir nokkrum árum var það furðulegt lettneskt band sem bar sigur af hólmi, annar flippari frá Austurríki lenti líka ofarlega. Það má því kannski segja að það sé dálítið skrítið að Silvía Nótt skyldi ekki ná lengra en hún gerði, í ljósi þess hve mikið flipp það var. Urðuð þið hissa á þeim úrslitum? Dr. Gunni: Stelpugreyið var bara eitthvað slöpp þarna á sviðinu, fór einfaldlega yfir um á stressi. Eiríkur: Þetta frík var í raun ágætishugmynd en hún er týpa sem íslenska þjóðarsálin er búin fá að melta í einhvern tíma. Svo er erfiðara verk að skila þessum húmor sem er búinn að vera að gerjast hér heima í meira en eitt ár, þarna úti á einni viku. Og það fór út um þúfur. FimmtudagsgildranÞú ert ekki fyrsti maðurinn sem kemur upp í hugann, Dr. Gunni, þegar Eurovision ber á góma en þú ert hins vegar kannski fyrsti maðurinn sem mér dettur í hug við sama tækifæri, Eiríkur. Hvað fékk þig til að taka þátt núna doktor og ert þú mjög innvígður í keppnina Eiríkur? Dr. Gunni: Það er nú bara eins og ég segi, það varð til lag sem passaði í þessa keppni og ég ákvað að tékka á Heiðu hvort hún væri í stuði og hún var í stuði. Eiríkur: Ég er þeirrar ónáttúru gæddur að ég hef alltaf viljað fara eigin leiðir og hef náttúrulega fengið að líða fyrir það hjá gagnrýnendum. En ég hef svo mikla tröllatrú á sjálfum mér sem rokkara að mér finnst ég geta leyft mér allt og líka það að taka þátt í Eurovision. Ég held að það sé meira rokk í mér á þremur mínútum í Eurovision en hjá mörgum í heilan feril. Þó svo að menn eigi sína fortíð í að fordæma Eurovision þá finnst mér að menn ættu að hugsa dæmið aðeins aftur og ef menn eru með gott lag undir höndum, að reyna að fatta það hvað þetta er stór vettvangur. Þegar ég var úti með Gleðibankann á sínum tíma, þá man ég hvað manni buðust mörg hugsanleg sambönd sem ég nýtti mér svo aldrei. Þetta er markaður sem hægt er að nýta sér. Dr. Gunni: Ég er ekkert svo viss um að keppnin sé svakaleg lyftistöng fyrir einn né neinn, ég held til dæmis að Lordi hafi ekkert selt mikið af plötum þó þeir hafi unnið í fyrra. Held þeir hafi náð um 100.000 eintök af fyrsta albúminu þeirra sem er helmingi minna en Gus Gus seldi. Þannig að ég held að þetta sé ekki alþjóðlegur stökkpallur. Eiríkur: Það er í rauninni bara eitt dæmi um slíkt og það var Abba. Dr. Gunni: Já og Celine Dion kannski. En það dæmi var kannski ekki eftirsóknarvert. Hafði skrímslasveitin Lordi kannski einhver áhrif á það að þið ákváðuð að taka þátt? Dr. Gunni: Já, kannski aðeins. Ég er dálítill áhugamaður um finnska menningu og tónlist þannig að ég hélt með þeim síðast og hafði mjög gaman af því að þeir ynnu. Líka fyrst að Silvía Nótt tók þátt síðast að þá hélt maður að keppnin væri orðin kannski nógu svöl. Eiríkur: Ég get tekið undir það og ég vonaðist til að Lordi myndu vinna. Ég spáði því líka að ef þeir kæmust áfram frá fimmtudegi til laugardag að þá myndu þeir vinna. Það er í sjálfu sér meira afrek að komast áfram á fimmtudeginum heldur en að lenda í 10 efstu sætunum í lokakeppninni. Ég held það ætti að vera markmið þess aðila sem fer út fyrir okkar hönd. Dr. Gunni: Það eru ekki einu sinni helmingslíkur á að komast upp úr fimmtudeginum þannig að við gætum verið föst þar. Misheppnuð danskennslaEurovision hefur oft verið nefnd ýmsum nöfnum, ruslakista tónsmíða, söngvakeppni samkynhneigðra og fleira, hvert er ykkar álit á keppninni? Eiríkur: 70-80 prósent þess sem flutt er í keppninni eru vafalítið mjög léleg. Ég held ég falli inn í þann stóra hóp sem hefur ekkert álit á Evróvisjón en horfir samt á þetta. Þetta er þrælskemmtileg vika í útlöndum og ef þú ert heppinn þá eru listamenn þarna sem þú þekkir og svo aðrir sem þú þarft að hafa túlk þér til handa til að ná sambandi við. Þetta er frábær vika þar sem allt flæðir í kampavíni. Dr. Gunni: Ég myndi segja að þetta væri frábær ástæða til að hafa gott partí. Dr. Gunni, hvað fannst þér um búningana sem Eiríkur var í þegar Icy-tríóið söng Gleðibankann og hefur þú fylgst með skyrtutísku doktorsins, Eiríkur? Dr. Gunni: Ég var auðvitað mjög andfélagslegur árið 1986 þannig að ég horfði ekkert á þetta svo búningarnir fóru alveg fram hjá mér. Eiríkur: Búningarnir okkar þá eru auðvitað bara frábær saga og segja má að þjóðfélagið hafi hreinlega farið á hvolf. Þetta gekk svo langt að einhver reyndi meira að segja kenna mér og Pálma að dansa sem var auðvitað gjörsamlega misheppnað. En hvað skyrturnar hans Gunna varðar þá hefur það farið fram hjá mér eins og svo margt sem hefur gerst meðan ég var úti. Dr. Gunni: Þú verður auðvitað að gera þér grein fyrir því að þú ert að tala við Norðmann. Eiríkur: Já, ég man samt eftir Gunna í Svarthvítum draumi, Bensínskrímslið skríður var mjög gott lag. Dr. Gunni: Já, sko. Og ég á meira að segja eina plötu með Start. Hver haldið þið að muni veita ykkur harða samkeppni? Dr. Gunni: Friðrik Ómar og Jónsi. Annars er erfitt að spá í það. Eiríkur: Ég er svo heppin að þar sem ég bý erlendis hef ég aðeins heyrt þau lög sem voru í mínum riðli. En ég hef heyrt marga segja að Heiða og Dr. Gunni eigi góða möguleika. Verður þetta mikið andlegt álag? Eiríkur: Ég held bara mínu striki, finn mér einhvern glugga og næ mér í síðasta smók rétt fyrir úrslit. Annars er þetta bara Eurovision og fólk verður að gera sér grein fyrir því að andlega álagið felst í því að ætla að hlusta á næstum 40 Eurovisionlög í partíinu, það kemst enginn heill heilsu frá því. Bara það að þjóðin fari ekki í einhverja gleðibankageðveiki. Dr. Gunni: Sem gerist samt alltaf, sama hversu oft við lendum í 16. sæti. En já, það er mjög nauðsynlegt að taka margar, margar klósettpásur þegar horft er á keppnina heima í stofu.- Júlía Margrét Alexandersdóttir
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira