Hernaðarsaga Íslands 1170-1581 - Þrjár stjörnur 16. febrúar 2007 09:30 Kærkomið rit um þátt Íslandssögunnar sem lítill gaumur hefur verið gefinn fram til þessa. Það ber þess þó merki að eiga rætur sínar að rekja til háskólaritgerðar og að um frágang og útgáfu sér nýtt og óreynt forlag. Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ein forvitnilegasta bókin í jólabókaflóðinu síðasta var „Hernaðarsaga Íslands 1170-1581“. Höfundur hennar er ungur sagnfræðingur, Birgir Loftsson. Í bókinni er rakin hlið á Íslandssögunni sem óhætt er að segja að hafi verið afskipt í ritun hennar fram til þessa. „Verkið greinir m.a. frá vopnabúnaði landsmanna, hernaðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipulagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélagslegum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin,“ segir í káputexta. Umfjöllunartímabilinu, 1170-1581, er skipt niður í tvö undirtímabil; Sturlungaöld 1170-1262 og síðan tímabil höfðingjaskæra á 15. og 16. öld. Lok síðara tímabilsins, árið 1581, er miðað við svonefndan vopnadóm Magnúsar prúða Jónssonar, sem mælti fyrir um vopnabrot, þ.e. eyðingu vopna í fórum íslenzkra bænda. Í lok bókarinnar eru raktar tilraunir á öldum áður og fram á okkar daga til að setja á fót íslenzkan her. Eru slíkar tilraunir sagðar hafa náð einna lengst á síðari hluta níunda áratugar átjándu aldar, en í ljósi þess að þá stóðu Móðuharðindin hæst er ekki að undra að þau skyldu ekki hafa náð lengra en á undirbúningsstig. „Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins,“ segir svo í kafla um stofnun herlauss íslenzks lýðveldis árið 1944 og fráhvarfið frá hlutleysisstefnu millistríðsáranna. Bókinni lýkur á umræðu um hugmyndir Björns Bjarnasonar um stofnun íslenzks hers til að annast varnir landsins eftir brotthvarf Bandaríkjahers héðan, sem Björn reifaði fyrst árið 1995 en ítrekaði árið 2001. Þessi lokakafli stingur lítið eitt í stúf við meginkafla bókarinnar, enda sjónarhornið annað og pólitískara í lokakaflanum. Í meginköflunum er viðfangsefninu gerð góð skil samkvæmt viðtekinni aðferðafræði sagnfræðinnar, enda á sá texti upptök sín í sagnfræðiritgerð sem höfundur skrifaði hjá Gísla Gunnarssyni, sagnfræðiprófessor við Haskóla Íslands. Gagnrýna má að fagmannlegar mætti standa að myndavali, myndvinnslu, kortagerð og hönnun, svo og uppsetningu og frágangi texta. Auðunn Arnórsson
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira