Múlinn steðjar af stað 15. febrúar 2007 08:30 Björn Thoroddsen fer fyrir sveitinni The Riot ásamt kollega sínum Halldóri Bragasyni. Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Dagskráin er að vanda bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasstónlistarlíf og eiga allir straumar og stefnur heima í Múlanum. Auk tónleikanna sextán sem endast munu fram í júní verða sérstakir glæsilegir afmælistónleikar síðar í febrúar með hinum þekkta danska trommuleikara Alex Riel ásamt tríói hans. Í mars leikur Jazzbræðingssveitin Gammar sem og tríó Ómars Guðjónssonar gítarleikara auk þess sem saxófónleikarinn Haukur Gröndal heldur tvenna tónleika ásamt félögum í kvintett og kvartett. Blúshátíð í Reykjavík fer fram á Domo Bar í apríl en Múlinn skipuleggur tónleika Kvintetts Jóels Pálssonar, tónleika til heiðurs Ahmad Jamal tríóinu um miðjan aprílmánuð. Tregasveit Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu rekur síðan lestina og flytur uppáhalds blúslög söngkonunnar 26. apríl. Með vorinu lætur Tómas R. Einarsson sjá sig ásamt Latínkvartett sem og Kvintett Andésar Þórs en í maí treður einnig upp óvenjulegur kvartett sem kennir sig við OC/DC en hans helsta aðalsmerki er músík saxófónleikarans Ornettes Coleman. Það er þó glæný hljómsveit sem ríður á vaðið í kvöld en bandið The Riot skipa samt kunnuglegir kappar. Gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Halldór Bragason leiða sveitina en sá síðarnefndi syngur jafnframt, með þeim leika Jón Ólafsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson. Tónlistin sem þeir félagar leika verður „uppreisn gegn poppi, blús og djasstónlist, undir áhrifum frá kosmískum kröftum. Snarstefjaður sígaunaseiður að hætti galdramanna af ströndum við ljóð Snorra á Húsfelli og Roberts Johnson með takthrynjandi voodoo-galdramanna Missisippi og seiðmanna Afríku“. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21 en nánari upplýsingar um dagskrá Múlans verður að finna á heimasíðunni jazz.is. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vetrardagskrá djassklúbbsins Múlans hefst á ný á Domo Bar í kvöld en sextán tónleikar eru fyrirhugaðir þar á næstunni. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Dagskráin er að vanda bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasstónlistarlíf og eiga allir straumar og stefnur heima í Múlanum. Auk tónleikanna sextán sem endast munu fram í júní verða sérstakir glæsilegir afmælistónleikar síðar í febrúar með hinum þekkta danska trommuleikara Alex Riel ásamt tríói hans. Í mars leikur Jazzbræðingssveitin Gammar sem og tríó Ómars Guðjónssonar gítarleikara auk þess sem saxófónleikarinn Haukur Gröndal heldur tvenna tónleika ásamt félögum í kvintett og kvartett. Blúshátíð í Reykjavík fer fram á Domo Bar í apríl en Múlinn skipuleggur tónleika Kvintetts Jóels Pálssonar, tónleika til heiðurs Ahmad Jamal tríóinu um miðjan aprílmánuð. Tregasveit Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu rekur síðan lestina og flytur uppáhalds blúslög söngkonunnar 26. apríl. Með vorinu lætur Tómas R. Einarsson sjá sig ásamt Latínkvartett sem og Kvintett Andésar Þórs en í maí treður einnig upp óvenjulegur kvartett sem kennir sig við OC/DC en hans helsta aðalsmerki er músík saxófónleikarans Ornettes Coleman. Það er þó glæný hljómsveit sem ríður á vaðið í kvöld en bandið The Riot skipa samt kunnuglegir kappar. Gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Halldór Bragason leiða sveitina en sá síðarnefndi syngur jafnframt, með þeim leika Jón Ólafsson píanóleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson. Tónlistin sem þeir félagar leika verður „uppreisn gegn poppi, blús og djasstónlist, undir áhrifum frá kosmískum kröftum. Snarstefjaður sígaunaseiður að hætti galdramanna af ströndum við ljóð Snorra á Húsfelli og Roberts Johnson með takthrynjandi voodoo-galdramanna Missisippi og seiðmanna Afríku“. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21 en nánari upplýsingar um dagskrá Múlans verður að finna á heimasíðunni jazz.is.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira