Danir og alþjóðavæðingin 11. febrúar 2007 06:00 Tillögur dönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattalöggjöfinni eru athyglisverðar. Þær endurspegla umræðu sem fer nú fram bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum um alþjóðavæðinguna og þá sérstaklega þann hluta hennar sem snýr að frjálsu flæði fjármagns á milli landa. Ég held að það sé rétt hjá mönnum eins og Hannesi Smárasyni forstjóra FL Group og Jess Søderberg forstjóra A.P. Møller - Mærsk, að verði þessar tillögur að lögum, megi gera ráð fyrir því að meðal annars muni draga úr umsvifum fjárfestingafyrirtækja í Danmörku. En það hangir fleira á spýtunni. Ég hef áður nefnt það á þessum vettvangi að Vesturlönd standa frammi fyrir flóknu viðfangsefni vegna alþjóðavæðingarinnar. Það felst í því að hlutur fjármagnsins í þeim ávinningi sem alþjóðavæðingin hefur skapað er miklu meiri en hlutur vinnuaflsins á Vesturlöndum. Þessi þróun, sem meðal annars kemur til vegna þess hversu hreyfanlegt fjármagnið er, veldur vaxandi spennu. Veik samkeppnisstaða verkafólks gagnvart vinnuafli Asíu og Austur-Evrópu, ásamt veikari verkalýðsfélögum í Evrópu en áður var, þýðir að það eykst þrýstingur á stjórnmálamenn og stjórnvöld að snúa þessari þróun við. Mér þykir það ekki ólíklegt að gangi þessi stefna dönsku ríkisstjórnarinnar fram muni aðrar ríkisstjórnir í Evrópu hugsa sér til hreyfings, ekki endilega með nákvæmlega sama hætti og sú danska en í átt til þess að takmarka hversu auðveldlega fjármagn hreyfist á milli landa. Gangi það eftir yrði niðurstaðan vond fyrir Evrópu. Það er nefnilega Evrópa sem á hvað mest undir því að heimsviðskiptin, bæði með vörur og fjármagn, séu sem frjálsust. Þjóðir ESB eru samanlagt mesti útflytjandi heimsins, hlutur þjóðanna í heimsviðskiptunum er 16%, hlutur Bandaríkjanna 10% og hlutur Japan og Kína er innan við 7%, þó má reikna með að innan fárra ára muni Kína komast á toppinn á þessum lista. Það væru mistök að draga úr samkeppnishæfni Evrópuríkja á alþjóðavettvangi með því að taka upp verndarstefnu á borð við þá sem Danir eru nú að hugleiða. Slík stefna myndi koma hart niður þegar til lengri tíma er litið og jafnframt yrðu slík viðbrögð vatn á myllu þeirra sem um þessar mundir tala hvað mest fyrir verndaraðgerðum í Bandaríkjunum gegn viðskiptum við Kína. Viðskiptaátök á milli Kína og Bandaríkjanna myndu örugglega hafa slæm áhrif á heimsverslunina og þá um leið á efnahag Evrópuríkjanna. Verndarstefna leysir engan vanda, þvert á móti eykur hún hann ef eitthvað er. Þess vegna verða evrópsk stjórnvöld að fara aðrar leiðir til að koma til móts við þá spennu sem alþjóðavæðingin hefur skapað á Vesturlöndum. Að mínu mati hlýtur sú leið að liggja í gegnum menntakerfið og aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það er sú leið sem við Íslendingar höfum lagt áherslu á undanfarinn einn og hálfan áratug með góðum árangri.Athugasemd vegna skrifa Árna Páls Árnasonar @Megin-Ol Idag 8,3p :Í grein í Fréttablaðinu þann 9. febrúar síðastliðinn taldi Árni Páll að ég hefði tekið undir með sér að takmarka eigi möguleika orkufyrirtækjanna til að beita eignarnámsheimildum sem finna m Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Tillögur dönsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á skattalöggjöfinni eru athyglisverðar. Þær endurspegla umræðu sem fer nú fram bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum um alþjóðavæðinguna og þá sérstaklega þann hluta hennar sem snýr að frjálsu flæði fjármagns á milli landa. Ég held að það sé rétt hjá mönnum eins og Hannesi Smárasyni forstjóra FL Group og Jess Søderberg forstjóra A.P. Møller - Mærsk, að verði þessar tillögur að lögum, megi gera ráð fyrir því að meðal annars muni draga úr umsvifum fjárfestingafyrirtækja í Danmörku. En það hangir fleira á spýtunni. Ég hef áður nefnt það á þessum vettvangi að Vesturlönd standa frammi fyrir flóknu viðfangsefni vegna alþjóðavæðingarinnar. Það felst í því að hlutur fjármagnsins í þeim ávinningi sem alþjóðavæðingin hefur skapað er miklu meiri en hlutur vinnuaflsins á Vesturlöndum. Þessi þróun, sem meðal annars kemur til vegna þess hversu hreyfanlegt fjármagnið er, veldur vaxandi spennu. Veik samkeppnisstaða verkafólks gagnvart vinnuafli Asíu og Austur-Evrópu, ásamt veikari verkalýðsfélögum í Evrópu en áður var, þýðir að það eykst þrýstingur á stjórnmálamenn og stjórnvöld að snúa þessari þróun við. Mér þykir það ekki ólíklegt að gangi þessi stefna dönsku ríkisstjórnarinnar fram muni aðrar ríkisstjórnir í Evrópu hugsa sér til hreyfings, ekki endilega með nákvæmlega sama hætti og sú danska en í átt til þess að takmarka hversu auðveldlega fjármagn hreyfist á milli landa. Gangi það eftir yrði niðurstaðan vond fyrir Evrópu. Það er nefnilega Evrópa sem á hvað mest undir því að heimsviðskiptin, bæði með vörur og fjármagn, séu sem frjálsust. Þjóðir ESB eru samanlagt mesti útflytjandi heimsins, hlutur þjóðanna í heimsviðskiptunum er 16%, hlutur Bandaríkjanna 10% og hlutur Japan og Kína er innan við 7%, þó má reikna með að innan fárra ára muni Kína komast á toppinn á þessum lista. Það væru mistök að draga úr samkeppnishæfni Evrópuríkja á alþjóðavettvangi með því að taka upp verndarstefnu á borð við þá sem Danir eru nú að hugleiða. Slík stefna myndi koma hart niður þegar til lengri tíma er litið og jafnframt yrðu slík viðbrögð vatn á myllu þeirra sem um þessar mundir tala hvað mest fyrir verndaraðgerðum í Bandaríkjunum gegn viðskiptum við Kína. Viðskiptaátök á milli Kína og Bandaríkjanna myndu örugglega hafa slæm áhrif á heimsverslunina og þá um leið á efnahag Evrópuríkjanna. Verndarstefna leysir engan vanda, þvert á móti eykur hún hann ef eitthvað er. Þess vegna verða evrópsk stjórnvöld að fara aðrar leiðir til að koma til móts við þá spennu sem alþjóðavæðingin hefur skapað á Vesturlöndum. Að mínu mati hlýtur sú leið að liggja í gegnum menntakerfið og aukna fjárfestingu í rannsóknum og þróun. Það er sú leið sem við Íslendingar höfum lagt áherslu á undanfarinn einn og hálfan áratug með góðum árangri.Athugasemd vegna skrifa Árna Páls Árnasonar @Megin-Ol Idag 8,3p :Í grein í Fréttablaðinu þann 9. febrúar síðastliðinn taldi Árni Páll að ég hefði tekið undir með sér að takmarka eigi möguleika orkufyrirtækjanna til að beita eignarnámsheimildum sem finna m