GusGus að eilífu, amen 10. febrúar 2007 00:01 stebbistef Á nýju plötunni eruð þið sýnd sem hin heilaga þrenning með geislabauga í dýrlingalíki. Smart hönnun og hvað táknar þetta? „Ég þakka fyrir hönd unnustu minnar Lindu Loeskow. Hún sá um að hanna plötuna og hefur yfirumsjón með hönnun á öllu sem kemur frá nýja fyrirtækinu okkar, Pineapple Records. Já, trúin er sterk á þessari plötu, trúin á okkur sjálf. Þar byrjar þetta og endar og byrjar aftur ... að eilífu, amen! Forever er rannsóknarleiðangur á milli þess að biðja og syngja. Á þeirri leið, sem Forever býður upp á vísar hljóðgervillinn leiðina, trommuheilinn sér um hraðann og mannsandinn heldur öllu saman í hæfilega trylltu samkvæmi. Þetta er hin heilaga þrenning.“ GusGus samanstóð af tólf einstaklingum, líkt og lærisveinarnir tólf, og nú stendur aðeins hin heilaga þrenning eftir. Er þetta vísvitandi trúarleg tenging? „Það trúarlegasta við trúna er tónlistin. Í gegnum hana kemur krafturinn. Hvort það er andleg vísun eður ei skal ég ekki segja, en andleg verður tónlist alltaf og líkamleg á sama tíma. Tónlist læknar ótrúlegustu sár. Minnir mann á hina og þessa tíma í lífinu sem eru manni kærkomnir. Þetta er allt mjög heilbrigð leikfimi, andleg og líkamleg.“ Hafa sömu aðdáendur fylgt ykkur í öll þessi ár eða eru þeir sífellt að skiptast út? „GusGus myndaði sterkan aðdáendahóp með útkomu fyrstu plötunnar, Polydistortion. Harðasti kjarninn hefur fylgt okkur í gegnum súrt og sætt en aðrir helst úr lestinni á meðan nýir markaðir hafa tekið okkur opnum örmum og þá helst Þýskaland sem virðist hafa einstakan smekk fyrir teknótónlist.“ Hvaða tónlistarmenn eruð þið með á snærunum hjá Pineapple Records? „Pineapple Records er sumsé plötufyrirtæki GusGus. Með þessu fyrirtæki erum við að bregðast við breyttum áherslum plötumarkaðarins í dag þar sem allt virðist vera að færast á hendur listamannsins sjálfs. Pineapple Records hefur gefið út 7 tólftommur og 3 geisladiska á aðeins rúmlega einu ári. Svo munum við líka, í samstarfi við Smekkleysu sem dreifir Pineapple á Íslandi, endurútgefa allar GusGus-plöturnar með vorinu og enda í allsherjar „best of“ tónleikum í haust sem allir fyrrverandi meðlimir taka vonandi vel í (ég á enn eftir að hringja á línuna!). Pineapple Records gefur líka út aðra tónlistarmenn og þar eru fremstir meðal jafningja Jack Schidt eða DJ Margeir sem gaf út í samvinnu við vin sinn Phil Harmonic. Lag þeirra Didiwahwah náði nú 15. sæti á árslista Partyzone sem verður að teljast til afreka fyrir fyrstu tilraun. Svo erum við einnig með Petter & The Pix á mála hjá okkur og ekkert nema gott að segja um þá plötu.“ Liðsskipan hefur breyst mikið í GusGus í gegnum árin. Af hverju fastheldnin í GusGus? Af hverju eruð þið ekki öll orðin sóló? Er GusGus konsept sem lifir að eilífu? „Sóló er nú ekkert alltaf málið endilega! Allavega ekki fyrir Bigga og mig. Við erum giftir! Haha! GusGus er verkefni sem byrjaði á mjög skemmtilegan hátt, svo þróaðist það í sína átt og ákvarðanir voru teknar, sem að mínu mati, færðu bandið fram á við í tónlistarlegri þróun og gerðu hlutina liðlegri og skemmtilegri. GusGus er leikvöllurinn okkar og við erum ennþá í sandkassanum. Það eru miklu fleiri leiktæki sem bíða okkar því völlurinn er víður og breiður. Já, ætli það verði ekki nokkrar GusGus-plötur til viðbótar.“ Á nýju plötunni kemur Daníel Ágúst inn með lag? Mun hann spila eitthvað með ykkur á næstunni? „Daníel Ágúst hefur aldrei farið neitt frá okkur. Hann var með lag á Attention, Desire. Núna er hann líka með og vonandi á hann eftir að ferðast eins og hann getur með okkur. Daníel er náttúrlega að drukkna í vinnu eins og allir skapandi menn og konur en er staðráðinn í að finna tíma til að leika sér með okkur.“ En Páll Óskar, hann syngur lag á plötunni? Ég hélt að hann væri svona Evróvisjón, X-Factor díva... „Páll Óskar er æðislegur. Hann fer í allra kvikinda líki og gerir það með stæl. Röddin hans er guðdómleg og og það var alveg hreint með ólíkindum yndislegt að fá hann til að syngja með okkur. Hann kom með það sem okkur vantaði.“ Segðu mér aðeins frá þeim sem koma að plötunni, þarna er listi með mikilsverðu fólki sem kemur við sögu í hljóðblöndun? „Þar get ég verið sammála. Þarna eru meistarar sem GusGus hefur spilað með í gegnum tíðina. Meistarar sem hafa orðið miklir vinir og gera allt fyrir okkur og öfugt. Þannig hefur þetta verkefni, Forever, orðið að veruleika.“ Ég hlustaði á erlent viðtal við Bigga um daginn þar sem hann talar um andleg áhrif tónlistar? Kemur GusGus manni í trans? „Orðið trans er úrkynjað í tónlist í dag. En trans er náttúrlega aldagömul hefð og ekkert nýtt undir bassatrommunni. Bongótrommur í marga klukkutíma, jafnvel marga daga, komu nú hörðustu fýlupúkum út á dansgólfið í Afríkunni góðu og ef maður setur Forever á endurtekningu þá eru yfirgnæfandi líkur á transástandi.“ En hvaða tónlist hlustar þú á? „Tónlist er eitthvað sem ég hlusta alltof lítið á. Forgangsröðun á tíma hefur æxlast þannig undanfarið að það sem fer inn í mín eyru er tónlistin okkar og sú tónlist sem ég hef verið að vinna með öðrum og svo náttúrlega tónlist sem væntanleg er í útgáfu hjá Pineapple Records.“ Hvernig heldur þú utan um allt þetta? Listamannsferil, gallerí, plötuútgáfu og bandið? „Nú með því að vakna á morgnana og búa um rúmið.“ GusGus er mikið samspil ímyndar og tónlistar. Hversu mikla rullu spilar ímyndin í GusGus ? „GusGus reynir alltaf eftir bestu getu og efnum að gera tónleika sína sem íburðarmesta fyrir augu og eyru þeirra sem mæta. Allt hefur sinn þátt og tilgang. Augu og eyru eru jafnmikilvæg í augum okkar á Íslandi því þeir tónleikar sem haldnir voru eftir hina eiginlegu Attention-herferð voru, fyrir okkur, eins konar æfing. Dansæfing. Núna erum við með fullunnið prógramm þar sem hvergi verður gefið eftir.“ Hvernig hefur tónlistin ykkar breyst í gegnum árin? Hafið þið alltaf ákveðið eitthvað konsept áður en vinnsla á plötu hefst? „Tónlistin hefur breyst töluvert á milli aldanna. Á síðustu öld var meiri áhersla á að finna sameiginlegan grundvöll fyrir popptónlist og teknó en á þessari öld höfum við haldið okkur við teknóið okkar nær eingöngu. Konseptkjánaskapur bara verður til, svo er það samplað, lúppað og gefið út.“ Hvernig myndir þú lýsa nýju plötunni? „Hún er full, skemmtileg og eilíf! Svolítið rokkuð, kemur á óvart, full af æðislegum söng frá Urði og Daníel, sem er studdur af töff guttum frá Reykjavík og Detroit. Í alla staði góður gripur.“ GusGus hafði dálítið þessa reifímynd tíunda áratugarins, alltaf risastórir tónleikastaðir, ljós, eiturlyf... þið eruð ekki enn á meskalíni? „GusGus hefur kannski þá ímynd ennþá hjá þeim sem lifa í fortíðinni. Þeim sem halda enn að teknó sé af hinu illa og að allir í Þýskalandi séu í annarlegu ástandi. GusGus spilar sjaldan á reifum þó svo að við byrjum næsta túr á einu slíku „mayday“. En ljós eru alltaf, sem og reykur og „strobe“ og klár ljósamaður frá Exton. Við erum stútfull af besta og harðasta eiturlyfi í alheiminum og það kallast ást! Svo fáum við okkur náttúrlega kampavín og kamparí inni á milli.“ Ég man eftir rosa GusGus-æði í París í lok tíunda áratugarins. Hvert verður nýju plötunni dreift núna? „Platan hefur verið framseld til Japan, Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu eins og hún leggur sig. Það er óhætt að segja að platan hafi farið nokkuð vel af stað. Nú er kynningarherferðin á fullri ferð og ekkert nema góð gagnrýni sem hefur skilað sér. Fyrsta smáskífan Moss hefur þegar fengið mikla spilun hjá meistara Pete Tong á BBC 1 sem þykir mikil vindhviða í kynningarseglin. Tónleikaferð hefur verið skipulögð í byrjun maí um Þýskaland, Austurríki og Sviss og festivöl verða tækluð í allt sumar fram á haust. Svo held ég að það sé óhætt að tilkynna endurkomu GusGus á Nasa 24. mars 2007. Platan kemur út 26. febrúar, ætli við rennum ekki gripnum í gegn á Sirkus og drekkum kampavín fyrir allan peninginn!“ Þú ert sjálfur mikið að snúa skífum aðallega á Sirkus hér heima, en líka heilmikið erlendis. Hvað finnst þér um klúbbastemningu á Íslandi? Er hún til? „Ég get nú ekki sagt það, fyrir utan Sirkus. Það er minn staður og eini klúbburinn á landinu. GusGus mun berjast til síðasta blóðdropa áður en hann verður rifinn í „þágu“ Reykjavíkurborgar!“ Finnst þér íslensk tónlist jafnskapandi og allir eru að hamra á erlendis? Eða erum við stundum að reyna að vera OF skapandi eða frumleg á kostnað góðrar tónlistar? „Íslensk tónlist er á mikilli siglingu og öll á hún rétt á sér. Útlendingar virðast þó skilja tónlistina okkar betur en landinn. Oftast er það nú þannig að sjaldnast er maður spámaður í eigin föðurlandi. Sérstaklega ekki til að byrja með. GusGus fékk litla sem enga útvarpsspilun á Rás 2 í byrjun og í raun ekki neitt fyrr en Polyyesterday komst á lista og GusGus fékk plötusamning! Ég vona að þetta sé nú ekki raunin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í dag.“ nheilaga þrenningin: Biggi veira, Urður (Eða Earth) og Stebbi Steph. „Gusgus er leikvöllurinn okkar og við erum ennþá í sandkassanum.“ mynd/ari magggusgus Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Á nýju plötunni eruð þið sýnd sem hin heilaga þrenning með geislabauga í dýrlingalíki. Smart hönnun og hvað táknar þetta? „Ég þakka fyrir hönd unnustu minnar Lindu Loeskow. Hún sá um að hanna plötuna og hefur yfirumsjón með hönnun á öllu sem kemur frá nýja fyrirtækinu okkar, Pineapple Records. Já, trúin er sterk á þessari plötu, trúin á okkur sjálf. Þar byrjar þetta og endar og byrjar aftur ... að eilífu, amen! Forever er rannsóknarleiðangur á milli þess að biðja og syngja. Á þeirri leið, sem Forever býður upp á vísar hljóðgervillinn leiðina, trommuheilinn sér um hraðann og mannsandinn heldur öllu saman í hæfilega trylltu samkvæmi. Þetta er hin heilaga þrenning.“ GusGus samanstóð af tólf einstaklingum, líkt og lærisveinarnir tólf, og nú stendur aðeins hin heilaga þrenning eftir. Er þetta vísvitandi trúarleg tenging? „Það trúarlegasta við trúna er tónlistin. Í gegnum hana kemur krafturinn. Hvort það er andleg vísun eður ei skal ég ekki segja, en andleg verður tónlist alltaf og líkamleg á sama tíma. Tónlist læknar ótrúlegustu sár. Minnir mann á hina og þessa tíma í lífinu sem eru manni kærkomnir. Þetta er allt mjög heilbrigð leikfimi, andleg og líkamleg.“ Hafa sömu aðdáendur fylgt ykkur í öll þessi ár eða eru þeir sífellt að skiptast út? „GusGus myndaði sterkan aðdáendahóp með útkomu fyrstu plötunnar, Polydistortion. Harðasti kjarninn hefur fylgt okkur í gegnum súrt og sætt en aðrir helst úr lestinni á meðan nýir markaðir hafa tekið okkur opnum örmum og þá helst Þýskaland sem virðist hafa einstakan smekk fyrir teknótónlist.“ Hvaða tónlistarmenn eruð þið með á snærunum hjá Pineapple Records? „Pineapple Records er sumsé plötufyrirtæki GusGus. Með þessu fyrirtæki erum við að bregðast við breyttum áherslum plötumarkaðarins í dag þar sem allt virðist vera að færast á hendur listamannsins sjálfs. Pineapple Records hefur gefið út 7 tólftommur og 3 geisladiska á aðeins rúmlega einu ári. Svo munum við líka, í samstarfi við Smekkleysu sem dreifir Pineapple á Íslandi, endurútgefa allar GusGus-plöturnar með vorinu og enda í allsherjar „best of“ tónleikum í haust sem allir fyrrverandi meðlimir taka vonandi vel í (ég á enn eftir að hringja á línuna!). Pineapple Records gefur líka út aðra tónlistarmenn og þar eru fremstir meðal jafningja Jack Schidt eða DJ Margeir sem gaf út í samvinnu við vin sinn Phil Harmonic. Lag þeirra Didiwahwah náði nú 15. sæti á árslista Partyzone sem verður að teljast til afreka fyrir fyrstu tilraun. Svo erum við einnig með Petter & The Pix á mála hjá okkur og ekkert nema gott að segja um þá plötu.“ Liðsskipan hefur breyst mikið í GusGus í gegnum árin. Af hverju fastheldnin í GusGus? Af hverju eruð þið ekki öll orðin sóló? Er GusGus konsept sem lifir að eilífu? „Sóló er nú ekkert alltaf málið endilega! Allavega ekki fyrir Bigga og mig. Við erum giftir! Haha! GusGus er verkefni sem byrjaði á mjög skemmtilegan hátt, svo þróaðist það í sína átt og ákvarðanir voru teknar, sem að mínu mati, færðu bandið fram á við í tónlistarlegri þróun og gerðu hlutina liðlegri og skemmtilegri. GusGus er leikvöllurinn okkar og við erum ennþá í sandkassanum. Það eru miklu fleiri leiktæki sem bíða okkar því völlurinn er víður og breiður. Já, ætli það verði ekki nokkrar GusGus-plötur til viðbótar.“ Á nýju plötunni kemur Daníel Ágúst inn með lag? Mun hann spila eitthvað með ykkur á næstunni? „Daníel Ágúst hefur aldrei farið neitt frá okkur. Hann var með lag á Attention, Desire. Núna er hann líka með og vonandi á hann eftir að ferðast eins og hann getur með okkur. Daníel er náttúrlega að drukkna í vinnu eins og allir skapandi menn og konur en er staðráðinn í að finna tíma til að leika sér með okkur.“ En Páll Óskar, hann syngur lag á plötunni? Ég hélt að hann væri svona Evróvisjón, X-Factor díva... „Páll Óskar er æðislegur. Hann fer í allra kvikinda líki og gerir það með stæl. Röddin hans er guðdómleg og og það var alveg hreint með ólíkindum yndislegt að fá hann til að syngja með okkur. Hann kom með það sem okkur vantaði.“ Segðu mér aðeins frá þeim sem koma að plötunni, þarna er listi með mikilsverðu fólki sem kemur við sögu í hljóðblöndun? „Þar get ég verið sammála. Þarna eru meistarar sem GusGus hefur spilað með í gegnum tíðina. Meistarar sem hafa orðið miklir vinir og gera allt fyrir okkur og öfugt. Þannig hefur þetta verkefni, Forever, orðið að veruleika.“ Ég hlustaði á erlent viðtal við Bigga um daginn þar sem hann talar um andleg áhrif tónlistar? Kemur GusGus manni í trans? „Orðið trans er úrkynjað í tónlist í dag. En trans er náttúrlega aldagömul hefð og ekkert nýtt undir bassatrommunni. Bongótrommur í marga klukkutíma, jafnvel marga daga, komu nú hörðustu fýlupúkum út á dansgólfið í Afríkunni góðu og ef maður setur Forever á endurtekningu þá eru yfirgnæfandi líkur á transástandi.“ En hvaða tónlist hlustar þú á? „Tónlist er eitthvað sem ég hlusta alltof lítið á. Forgangsröðun á tíma hefur æxlast þannig undanfarið að það sem fer inn í mín eyru er tónlistin okkar og sú tónlist sem ég hef verið að vinna með öðrum og svo náttúrlega tónlist sem væntanleg er í útgáfu hjá Pineapple Records.“ Hvernig heldur þú utan um allt þetta? Listamannsferil, gallerí, plötuútgáfu og bandið? „Nú með því að vakna á morgnana og búa um rúmið.“ GusGus er mikið samspil ímyndar og tónlistar. Hversu mikla rullu spilar ímyndin í GusGus ? „GusGus reynir alltaf eftir bestu getu og efnum að gera tónleika sína sem íburðarmesta fyrir augu og eyru þeirra sem mæta. Allt hefur sinn þátt og tilgang. Augu og eyru eru jafnmikilvæg í augum okkar á Íslandi því þeir tónleikar sem haldnir voru eftir hina eiginlegu Attention-herferð voru, fyrir okkur, eins konar æfing. Dansæfing. Núna erum við með fullunnið prógramm þar sem hvergi verður gefið eftir.“ Hvernig hefur tónlistin ykkar breyst í gegnum árin? Hafið þið alltaf ákveðið eitthvað konsept áður en vinnsla á plötu hefst? „Tónlistin hefur breyst töluvert á milli aldanna. Á síðustu öld var meiri áhersla á að finna sameiginlegan grundvöll fyrir popptónlist og teknó en á þessari öld höfum við haldið okkur við teknóið okkar nær eingöngu. Konseptkjánaskapur bara verður til, svo er það samplað, lúppað og gefið út.“ Hvernig myndir þú lýsa nýju plötunni? „Hún er full, skemmtileg og eilíf! Svolítið rokkuð, kemur á óvart, full af æðislegum söng frá Urði og Daníel, sem er studdur af töff guttum frá Reykjavík og Detroit. Í alla staði góður gripur.“ GusGus hafði dálítið þessa reifímynd tíunda áratugarins, alltaf risastórir tónleikastaðir, ljós, eiturlyf... þið eruð ekki enn á meskalíni? „GusGus hefur kannski þá ímynd ennþá hjá þeim sem lifa í fortíðinni. Þeim sem halda enn að teknó sé af hinu illa og að allir í Þýskalandi séu í annarlegu ástandi. GusGus spilar sjaldan á reifum þó svo að við byrjum næsta túr á einu slíku „mayday“. En ljós eru alltaf, sem og reykur og „strobe“ og klár ljósamaður frá Exton. Við erum stútfull af besta og harðasta eiturlyfi í alheiminum og það kallast ást! Svo fáum við okkur náttúrlega kampavín og kamparí inni á milli.“ Ég man eftir rosa GusGus-æði í París í lok tíunda áratugarins. Hvert verður nýju plötunni dreift núna? „Platan hefur verið framseld til Japan, Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu eins og hún leggur sig. Það er óhætt að segja að platan hafi farið nokkuð vel af stað. Nú er kynningarherferðin á fullri ferð og ekkert nema góð gagnrýni sem hefur skilað sér. Fyrsta smáskífan Moss hefur þegar fengið mikla spilun hjá meistara Pete Tong á BBC 1 sem þykir mikil vindhviða í kynningarseglin. Tónleikaferð hefur verið skipulögð í byrjun maí um Þýskaland, Austurríki og Sviss og festivöl verða tækluð í allt sumar fram á haust. Svo held ég að það sé óhætt að tilkynna endurkomu GusGus á Nasa 24. mars 2007. Platan kemur út 26. febrúar, ætli við rennum ekki gripnum í gegn á Sirkus og drekkum kampavín fyrir allan peninginn!“ Þú ert sjálfur mikið að snúa skífum aðallega á Sirkus hér heima, en líka heilmikið erlendis. Hvað finnst þér um klúbbastemningu á Íslandi? Er hún til? „Ég get nú ekki sagt það, fyrir utan Sirkus. Það er minn staður og eini klúbburinn á landinu. GusGus mun berjast til síðasta blóðdropa áður en hann verður rifinn í „þágu“ Reykjavíkurborgar!“ Finnst þér íslensk tónlist jafnskapandi og allir eru að hamra á erlendis? Eða erum við stundum að reyna að vera OF skapandi eða frumleg á kostnað góðrar tónlistar? „Íslensk tónlist er á mikilli siglingu og öll á hún rétt á sér. Útlendingar virðast þó skilja tónlistina okkar betur en landinn. Oftast er það nú þannig að sjaldnast er maður spámaður í eigin föðurlandi. Sérstaklega ekki til að byrja með. GusGus fékk litla sem enga útvarpsspilun á Rás 2 í byrjun og í raun ekki neitt fyrr en Polyyesterday komst á lista og GusGus fékk plötusamning! Ég vona að þetta sé nú ekki raunin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í dag.“ nheilaga þrenningin: Biggi veira, Urður (Eða Earth) og Stebbi Steph. „Gusgus er leikvöllurinn okkar og við erum ennþá í sandkassanum.“ mynd/ari magggusgus
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira