Álsýn - tálsýn 24. janúar 2007 05:45 Það er margt sem bendir til þess að kosningar í vor verði afdrifaríkari fyrir framtíð þessarar þjóðar, en nokkrar kosningar á undanförnum áratugum. Haldi núverandi stjórnarflokkar velli er enginn vafi á að stóriðjustefnunni verður haldið áfram af fullum krafti í anda þeirra viljayfirlýsinga sem þegar hafa verið undirritaðar af iðnaðarráðherra. Geir Haarde telur að vísu „ólíklegt" að aftur verði ráðist í svo stórar virkjunarframkvæmdir sem Kárahnjúka. Lengra er hann ekki tilbúinn að leiða flokk sinn fyrir þessar kosningar. Framsókn þykist í orði kveðnu hafa horfið frá stóriðjustefnunni, en treystir því að héreftir verði hún knúin áfram af hreppsnefndum og bæjarstjórnum í nánu samstarfi við Landsvirkjun og orkuveitur héraðanna og þeirra erlendu auðhringa, sem hér vilja tryggja sér aðgang að orku á útsöluverði bundnu til 30-40 ára. Áframhaldandi stjórnarsamstarf þessara flokka þýðir því að fyrirhuguð álver í Helguvík og við Húsavík munu rísa á næsta kjörtímabili svo og stækkanir Norðuráls og í Straumsvík, Norsk Hydro verður kippt inn í röðina svo og álveri við Þorlákshöfn. Reynslan sýnir að öll eiga þessi álver eftir að krefjast stækkunar. Ísland verður þá stærsta álframleiðsluland Evrópu með ennþá einhæfara atvinnulífi en var meðan fiskur og fiskafurðir voru nær eina útflutningsvara landsmanna. Í stað þess að efnahagslífinu verði stýrt til jafnvægis og stöðugleika munu þensla og verðbólga verða viðvarandi næstu áratugi meðan þessi uppbygging álframleiðslunnar á sér stað.Við verðum áfram í „rússíbanahagkerfi" með risi og hnigi krónunnar, ýmist í hæstu hæðir eða dýpstu dali. Á því byggja nýlegir spádómar stjórnvalda um „snertilendingu" í stað „mjúkrar lendingar". Það á ekki að staldra við og skoða málin. Aðeins að hægja á núna fyrir kosningar, en svo verður sett á fulla ferð aftur með uppbyggingu hagkerfis, sem er þegar orðið nokkrum númerum of stórt fyrir þessa 300-þúsund manna þjóð, og útheimtir að hér séu að jafnaði nokkrir tugir þúsunda útlendinga við störf, sem Íslendingar vilja ekki eða komast ekki yfir að gegna sjálfir. Einnig má telja víst að haldi stjórnarflokkarnir meirihluta sínum verði Landsvirkjun einkavædd og seld á alþjóðlegum markaði sem þýðir að þau yfirráð, sem þjóðin hefur nú í orði kveðnu yfir orkulindum sínum, munu alfarið og endanlega hverfa úr höndum hennar og atvinnulífið verða ofurselt duttlungum alþjóðlegra stórfyrirtækja og verðsveiflum á einni afurð, sem í reynd hefur verið miklu hvikulla í verði á heimsmarkaði en nokkurn tíma fiskurinn. Þar með verður frumburðarréttur þessarar þjóðar til þess að ráða örlögum sínum, endanlega kominn í hendur utanaðkomandi afla, sem hafa allt annað að leiðarljósi en heill þjóðarinnar og hamingju. Ennþá er orkuverðinu haldið leyndu fyrir eigendum orkunnar, þjóðinni - það sagt vera „viðskiptaleyndarmál". Við vitum þó að það er á útsöluverði. Annars fengjust ál-furstarnir ekki til að koma hingað. Nýlega voru framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði sýndar í sjónvarpi og formaður OR harmaði að ekki væri hægt að leggja pípur og lagnir í jörð orkuverðið leyfði það ekki. Ef svo er, þá sýnir það einungis að of snemmt er að selja þessa orku, því að orka og verð orkulinda á einungis eftir að stíga í verði og við eigum ekki að selja orkuna fyrr en verð hennar stendur undir fullkomnum frágangi á öllum lögnum án röskunar lands og stórfelldrar sjónmengunar. Við vitum líka að málmbræðslufyrirtæki eru í sumum tifellum að flytja verksmiðjur sínar hingað til lands, til þess að geta selt raforku úr eigin orkuverum í heimalandinu á tvö-þreföldu verði og þaðan af hærra til almennra notenda, í stað þess að binda orkuna við eigin bræðslur. Við erum hins vegar að binda hendur okkar og afkomenda okkar við útsöluverð á raforku til margra áratuga fram í tímann - gersamlega að nauðsynjalausu. Því við erum ekki fátæk þjóð, sem á ekki annars úrkostar, heldur rík þjóð, sem einungis skapar sér vanda með því að ofhlaða hagkerfi sitt ótímabærum og ónauðsynlegum stórvirkjum, sem betra væri að geyma fyrir seinni kynslóðir til ráðstöfunar. Er þá ótalið að efna þær alþjóðlegu skuldbindingar, sem við höfum gengist undir varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Innan skamms verða allar undanþágur okkar upp urnar og tímabært að við leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir eyðingu jökla með tilheyrandi hækkun sjávaryfirborðs. Það hefur sýnt sig að íslenskt hagkerfi býr yfir nægum innri styrk til að búa til störf í þúsundatali á ári hverju með mjög litlum fjárfestingum miðað við þau störf sem stóriðjan skapar. Við þurfum ekki stórframkvæmdir á vegum ríkisins í sovéskum stíl til að forða okkur frá atvinnuleysi. Íslenskt þekkingarsamfélag er fullfært um að skapa hér fjölbreytt, eftirsótt og vel launuð störf innan hagkerfis, sem er í jafnvægi - laust við gengisflökt, verðbólgu, ofurvexti og okurverðlag. Álsýn er tálsýn. Við þurfum ekki stórframkvæmdir á vegum ríkisins í sovéskum stíl til að forða okkur frá atvinnuleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er margt sem bendir til þess að kosningar í vor verði afdrifaríkari fyrir framtíð þessarar þjóðar, en nokkrar kosningar á undanförnum áratugum. Haldi núverandi stjórnarflokkar velli er enginn vafi á að stóriðjustefnunni verður haldið áfram af fullum krafti í anda þeirra viljayfirlýsinga sem þegar hafa verið undirritaðar af iðnaðarráðherra. Geir Haarde telur að vísu „ólíklegt" að aftur verði ráðist í svo stórar virkjunarframkvæmdir sem Kárahnjúka. Lengra er hann ekki tilbúinn að leiða flokk sinn fyrir þessar kosningar. Framsókn þykist í orði kveðnu hafa horfið frá stóriðjustefnunni, en treystir því að héreftir verði hún knúin áfram af hreppsnefndum og bæjarstjórnum í nánu samstarfi við Landsvirkjun og orkuveitur héraðanna og þeirra erlendu auðhringa, sem hér vilja tryggja sér aðgang að orku á útsöluverði bundnu til 30-40 ára. Áframhaldandi stjórnarsamstarf þessara flokka þýðir því að fyrirhuguð álver í Helguvík og við Húsavík munu rísa á næsta kjörtímabili svo og stækkanir Norðuráls og í Straumsvík, Norsk Hydro verður kippt inn í röðina svo og álveri við Þorlákshöfn. Reynslan sýnir að öll eiga þessi álver eftir að krefjast stækkunar. Ísland verður þá stærsta álframleiðsluland Evrópu með ennþá einhæfara atvinnulífi en var meðan fiskur og fiskafurðir voru nær eina útflutningsvara landsmanna. Í stað þess að efnahagslífinu verði stýrt til jafnvægis og stöðugleika munu þensla og verðbólga verða viðvarandi næstu áratugi meðan þessi uppbygging álframleiðslunnar á sér stað.Við verðum áfram í „rússíbanahagkerfi" með risi og hnigi krónunnar, ýmist í hæstu hæðir eða dýpstu dali. Á því byggja nýlegir spádómar stjórnvalda um „snertilendingu" í stað „mjúkrar lendingar". Það á ekki að staldra við og skoða málin. Aðeins að hægja á núna fyrir kosningar, en svo verður sett á fulla ferð aftur með uppbyggingu hagkerfis, sem er þegar orðið nokkrum númerum of stórt fyrir þessa 300-þúsund manna þjóð, og útheimtir að hér séu að jafnaði nokkrir tugir þúsunda útlendinga við störf, sem Íslendingar vilja ekki eða komast ekki yfir að gegna sjálfir. Einnig má telja víst að haldi stjórnarflokkarnir meirihluta sínum verði Landsvirkjun einkavædd og seld á alþjóðlegum markaði sem þýðir að þau yfirráð, sem þjóðin hefur nú í orði kveðnu yfir orkulindum sínum, munu alfarið og endanlega hverfa úr höndum hennar og atvinnulífið verða ofurselt duttlungum alþjóðlegra stórfyrirtækja og verðsveiflum á einni afurð, sem í reynd hefur verið miklu hvikulla í verði á heimsmarkaði en nokkurn tíma fiskurinn. Þar með verður frumburðarréttur þessarar þjóðar til þess að ráða örlögum sínum, endanlega kominn í hendur utanaðkomandi afla, sem hafa allt annað að leiðarljósi en heill þjóðarinnar og hamingju. Ennþá er orkuverðinu haldið leyndu fyrir eigendum orkunnar, þjóðinni - það sagt vera „viðskiptaleyndarmál". Við vitum þó að það er á útsöluverði. Annars fengjust ál-furstarnir ekki til að koma hingað. Nýlega voru framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði sýndar í sjónvarpi og formaður OR harmaði að ekki væri hægt að leggja pípur og lagnir í jörð orkuverðið leyfði það ekki. Ef svo er, þá sýnir það einungis að of snemmt er að selja þessa orku, því að orka og verð orkulinda á einungis eftir að stíga í verði og við eigum ekki að selja orkuna fyrr en verð hennar stendur undir fullkomnum frágangi á öllum lögnum án röskunar lands og stórfelldrar sjónmengunar. Við vitum líka að málmbræðslufyrirtæki eru í sumum tifellum að flytja verksmiðjur sínar hingað til lands, til þess að geta selt raforku úr eigin orkuverum í heimalandinu á tvö-þreföldu verði og þaðan af hærra til almennra notenda, í stað þess að binda orkuna við eigin bræðslur. Við erum hins vegar að binda hendur okkar og afkomenda okkar við útsöluverð á raforku til margra áratuga fram í tímann - gersamlega að nauðsynjalausu. Því við erum ekki fátæk þjóð, sem á ekki annars úrkostar, heldur rík þjóð, sem einungis skapar sér vanda með því að ofhlaða hagkerfi sitt ótímabærum og ónauðsynlegum stórvirkjum, sem betra væri að geyma fyrir seinni kynslóðir til ráðstöfunar. Er þá ótalið að efna þær alþjóðlegu skuldbindingar, sem við höfum gengist undir varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið. Innan skamms verða allar undanþágur okkar upp urnar og tímabært að við leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir eyðingu jökla með tilheyrandi hækkun sjávaryfirborðs. Það hefur sýnt sig að íslenskt hagkerfi býr yfir nægum innri styrk til að búa til störf í þúsundatali á ári hverju með mjög litlum fjárfestingum miðað við þau störf sem stóriðjan skapar. Við þurfum ekki stórframkvæmdir á vegum ríkisins í sovéskum stíl til að forða okkur frá atvinnuleysi. Íslenskt þekkingarsamfélag er fullfært um að skapa hér fjölbreytt, eftirsótt og vel launuð störf innan hagkerfis, sem er í jafnvægi - laust við gengisflökt, verðbólgu, ofurvexti og okurverðlag. Álsýn er tálsýn. Við þurfum ekki stórframkvæmdir á vegum ríkisins í sovéskum stíl til að forða okkur frá atvinnuleysi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun