Bíó og sjónvarp

Scorsese tilnefndur

martin scorsese leikstjórinn virti hlaut nýverið sína sjöundu tilnefningu til Directors Guild of America-verðlaunanna.
martin scorsese leikstjórinn virti hlaut nýverið sína sjöundu tilnefningu til Directors Guild of America-verðlaunanna.

Martin Scorsese hefur hlotið sína sjöundu tilnefningu til leikstjóraverðlaunanna Directors Guild of America, fyrir mynd sína The Departed.

Á sama tíma hlutu leikstjórar fjögurra annarra mynda sínar fyrstu tilnefningar. Bill Condon var tilnefndur fyrir Dreamgirls, Jonathan Dayton og Valerie Farir fyrir Little Miss Sunshine, Stephen Frears fyrir The Queen og Alejandro Gonzalez Inarritu fyrir Babel.

Verðlaunin eru talin gefa góða vísbendingu um hver hlýtur óskarinn fyrir bestu leikstjórn í lok febrúar. Alls 52 af þeim 58 leikstjórum sem hafa unnið Directors Guild-verðlaunin hafa fengið óskarinn.

Scorsese, sem hefur aldrei unnið óskarinn, hefur áður verið tilnefndur til Directors Guild fyrir myndirnar The Aviator, Gangs of New York, The Age of Innocence, Goodfellas, Raging Bull og Taxi Driver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×