Eftirvænting við Hagatorg 10. janúar 2007 10:00 Eygló Dóra Davíðsdóttir, Egill Árni Pálsson og grímur helgason. Þreyta frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit íslands á morgun. Mynd/Arnaldur halldórsson Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni. Á morgun koma þrír ungir listamenn fram í Háskólabíói á tónleikum þar sem stemningin verður án efa lituð af eftirvæntingu og æskumóð. Fiðluleikarinn Eygló Dóra Davíðsdóttir, Grímur Helgason klarinettuleikari og Egill Árni Pálsson tenór voru valin í sérstakri forkeppni fyrr í vetur. Þar tóku ellefu nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík, Söngskólans í Reykjavík og Nýja tónlistarskólans þátt og var dómnefnin samhljóma en hana skipuðu Karólína Eiríksdóttir tónskáld, formaður, Hafliði Hallgrímsson tónskáld og selló-leikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Ármann Helgason klarínettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Grímur Helgason segist eftirvæntingarfullur vegna tónleikanna en þetta er stærsta verkefni hans til þessa. Hann hefur á undanförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, Hamrahlíðarkórnum, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og djasshljómsveitunum Glymskröttunum og Hrafnasparki, auk margvíslegra samleikshópa innan Listaháskólans. „Ég hef mest fengist við klassíska tónlist en hef aðeins komið við í djassinum líka,“ útskýrir Grímur. Grímur stundar nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar en mun ljúka prófi í vor og hyggur á frekara nám erlendis þegar fram líða stundir. Á tónleikunum mun Grímur leika klarinettukonsert eftir Gerald Finzi ásamt strengjasveit en hann segir verkið mjög fallegt. „Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér núna en Einar, kennarinn minn, vakti áhuga minn á því. Sjálfur kynnist hann þessu verki þegar hann var við nám í London. Þetta er ekki mjög þekkt verk, nema máski þar í landi og þetta er sennilega frumflutningur þess hér.“ Grímur kveðst lítið hafa leitt hugann að því hvaða þýðingu tónleikar sem þessir hafa fyrir hann í framtíðinni. „Það er bara rosalega gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessum tónleikunum hér og nú. Í framtíðinni verður þetta ábyggilega bara góð minning og reynsla.“ Egill Árni mun syngja aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Traviata eftir Verdi á tónleikunum og Eygló Dóra leikur fiðlukonsert eftir Max Bruch. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveitin leika forleikinn vinsæla úr Vilhjálmi Tell. Hljómsveitarstjóri er Finninn Esa Häkkilä en hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum árið 2005. Sem fyrr hefjast tónleikarnir í Háskólabíói kl. 19.30 en þess skal getið að allir sem framvísa námsmannaskírteinum fá miða á hálfvirði. - khh Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Samstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljómsveitinni. Á morgun koma þrír ungir listamenn fram í Háskólabíói á tónleikum þar sem stemningin verður án efa lituð af eftirvæntingu og æskumóð. Fiðluleikarinn Eygló Dóra Davíðsdóttir, Grímur Helgason klarinettuleikari og Egill Árni Pálsson tenór voru valin í sérstakri forkeppni fyrr í vetur. Þar tóku ellefu nemendur úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík, Söngskólans í Reykjavík og Nýja tónlistarskólans þátt og var dómnefnin samhljóma en hana skipuðu Karólína Eiríksdóttir tónskáld, formaður, Hafliði Hallgrímsson tónskáld og selló-leikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Ármann Helgason klarínettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Grímur Helgason segist eftirvæntingarfullur vegna tónleikanna en þetta er stærsta verkefni hans til þessa. Hann hefur á undanförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, Hamrahlíðarkórnum, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og djasshljómsveitunum Glymskröttunum og Hrafnasparki, auk margvíslegra samleikshópa innan Listaháskólans. „Ég hef mest fengist við klassíska tónlist en hef aðeins komið við í djassinum líka,“ útskýrir Grímur. Grímur stundar nám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar en mun ljúka prófi í vor og hyggur á frekara nám erlendis þegar fram líða stundir. Á tónleikunum mun Grímur leika klarinettukonsert eftir Gerald Finzi ásamt strengjasveit en hann segir verkið mjög fallegt. „Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér núna en Einar, kennarinn minn, vakti áhuga minn á því. Sjálfur kynnist hann þessu verki þegar hann var við nám í London. Þetta er ekki mjög þekkt verk, nema máski þar í landi og þetta er sennilega frumflutningur þess hér.“ Grímur kveðst lítið hafa leitt hugann að því hvaða þýðingu tónleikar sem þessir hafa fyrir hann í framtíðinni. „Það er bara rosalega gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessum tónleikunum hér og nú. Í framtíðinni verður þetta ábyggilega bara góð minning og reynsla.“ Egill Árni mun syngja aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Traviata eftir Verdi á tónleikunum og Eygló Dóra leikur fiðlukonsert eftir Max Bruch. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveitin leika forleikinn vinsæla úr Vilhjálmi Tell. Hljómsveitarstjóri er Finninn Esa Häkkilä en hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum árið 2005. Sem fyrr hefjast tónleikarnir í Háskólabíói kl. 19.30 en þess skal getið að allir sem framvísa námsmannaskírteinum fá miða á hálfvirði. - khh
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira