Erlent

Hætta að prenta elsta dagblað heims

Prentun á elsta dagblaði heimsins verður hætt um áramótin og verður það þar eftir aðeins til á netinu. Þetta er sænska Lögbirtingablaðið, sem hefur verið gefið út daglega síðan árið 1645.

Blaðið mun þó ekki alveg glatast. Dag hvern verða prentuð af því þrjú eintök sem verða geymd í bókasöfnum háskóla, til þess að halda hefðinni lifandi. Nokkuð er síðan íslenska Lögbirtingablaðið var flutt á netið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×