Erlent

Ísraelar útvega Palestínumönnum vopn

Vopnaðir Palestínumenn á Gaza ströndinni.
Vopnaðir Palestínumenn á Gaza ströndinni. MYND/AP

Ísraelar hafa tekið höndum saman við Egypta um stórfellda vopnaflutninga til Palestínumanna á Gaza ströndinni. Fjórir flutningabílar fullir af hríðskotarifflum og skotfærum hafa þegar komið til Gaza og von er á meiri vopnaflutningum frá Jórdaníu.

Það kemur spánskt fyrir sjónir að Ísraelar skuli hjálpa Palestínumönnum að vopnast. Skýringin er sú að vopnin fara eingöngu til Fatah hreyfingarinnar, sem Mahmoud Abbas, forseti stjórnar.

Liðsmenn hans munu meðal annars nota vopnin til þess að koma í veg fyrir vopnasmygl til Hamas hreyfingarinnar, sem Fatah á í hörðum átökum við. Af tvennu illu vilja Ísraelar frekar að Fatah hafi yfirhöndina í þeim átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×