Erlent

Bjóða bandarískum áhrifamönnum til Svalbarða

Frá Svalbarða
Frá Svalbarða

Norðmenn ætla að bjóða bandarískum stjórnmálamönnum að heimsækja Svalbarða í von um að fá þá til liðs við sig í baráttunni gegn útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Svalbarði er aðeins þúsund kílómetra frá Norðurpólnum og þar má sjá greinileg merki um hlýnandi loftslag.

Jónas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, sagði að það breytti mönnum að koma til Svalbarða og sjá hvað þar væri að gerast. Árið 2004 sagði í skýrslu 250 vísindamanna að hlýnun á Norður heimsskautinu væri helmingi hraðari en meðaltal á jörðinni. Þeir kenndu um útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Meðal bandarískra áhrifamanna sem þegar hafa heimsótt Svalbarða eru öldungadeildarþingmennirnir Hillary Clinton og JohnMcCain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×