Erlent

25 farast í sprengjuárás í Bagdad

Björgunarmenn flytja mann sem særðist í árásinni á sjúkrahús.
Björgunarmenn flytja mann sem særðist í árásinni á sjúkrahús. MYND/AP

Að minnsta kosti 25 manns létust og 55 særðust þegar að þrjár bílasprengjur sprungu í suðvesturhluta Bagdad í morgun. Árásin átti sér stað á fjölfarinni verslunargötu og er talin alvarleg, jafnvel á íraskan mælikvarða. Ekki er ljóst hverjum var verið að reyna að ná sér niður á en næstum öll fórnarlömbin voru óbreyttir borgarar.

Fyrst sprakk ein sprengjan snemma morguns og þegar fólk fór að hjálpa og björgunarmenn komu á staðinn sprungu hinar tvær. Á mánudaginn létust 10 og ellefu særðust í svipaðri árás í öðru verslunarhverfi í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×