Erlent

Tvö ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf

Þess er minnst um gjörvalla heimsbyggðina í dag að tvö ár eru frá því að flóðbylgjan mikla skall á strandhéruðum við Indlandshaf og grandaði 250.000 manns. Í Taílandi lögðu ættingjar þeirra sem fórust blóm á hafflötinn til minningar um ástvini sína og á indónesísku eynni Balí var viðvörunarbúnaður prófaður og svæði rýmd í æfingaskyni.

Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá hörmungunum gengur hægt að koma upp allsherjar viðvörunarbúnaði í ríkjum svæðisins en jarðvísindamenn óttast að annar stór jarðskjálfti geti riðið þar yfir hvenær sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×