Erlent

Ísraelar fjarlægja 27 vegartálma á Vesturbakkanum

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert.
Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert. MYND/AP

Ísraelski forsætisráðherrann, Ehud Olmert, og ríkisstjórn hans ákváðu í dag að fjarlæga 27 vegatálma sem Ísraelar höfðu sett upp í kringum Vesturbakkann. Ákvörðunin er hluti af loforði sem Olmert hafði gefið Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna.

Olmert hefur sætt gagnrýni undanfarið fyrir að sýna Palestínumönnum linkind og gefa eftir án þess að Palestínumenn hafi gefið neitt á móti. Sérstaklega fór það í taugarnar á ráðamönnum í Ísrael þegar Olmert sagði það hugsanlegt að Ísraelar myndu sleppa föngum án þess að ísraelska hermanninum sem var rænt í sumar hafi verið sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×