Erlent

Hópslagsmál í Kína

Hér sést hópur glaðbeittra Kínverja munda hamra sína.
Hér sést hópur glaðbeittra Kínverja munda hamra sína. MYND/AP

Allt að 100 þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Chongqing í Kína í gær til þess að slást. Lögregla stöðvaði þó ekki leikinn þar sem fólkið var að skemmta sér að lúskra á hvoru með risastórum uppblásnum hömrum.

Kínversk yfirvöld eru ekki þekkt fyrir að leyfa stórar útisamkomur en leyfði þessa samkomu þó og skarst ekki í leikinn nema að fólk væri að taka of harkalega á hvoru öðru. Ekki er alveg vitað um uppruna þessara hátíðahalda en sumir hafa bent á að þetta gæti verið kínversk útgáfa af hátíðarhöldum í Hong Kong eða Times torgi í New York. Aðrir benda hins vegar á iðnaðarsögu borgarinnar en borgin átti undi högg að sækja en kínversk yfirvöld hafa einsett sér að gera hana að stærstu iðnaðar- og flutningaborg vesturhluta Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×