Sport

Mikil bæting í spretthlaupum er vel möguleg

"Ótrúlegt" heimsmet Michael Johnson í 200 metra hlaupi er kannski ekki svo ótrúlegt eftir allt saman.
"Ótrúlegt" heimsmet Michael Johnson í 200 metra hlaupi er kannski ekki svo ótrúlegt eftir allt saman. MYND/AFP

Heimsmetið í 100 metra hlaupi karla getur verið bætt umtalsvert, eða allt niður í 9,29 sekúndur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn háskóla í Þýskalandi. Núverandi heimsmet Asafa Powell er 9,77 sekúndur.

Það er John Einmahl, prófessor í Tilberg-háskólanum í Þýskalandi, sem á veg og vanda af rannsókninni, þar sem hann kannaði möguleika á bætingu í alls 14 keppnisgreinum frjálsíþrótta. Einmahl notaði nákvæma tölvuútreikninga, byggða á besta árangri fremsta frjálsíþróttafólks heims, til að fá fram niðurstöður.

Niðurstöður Einmahl benda til þess að heimsmet Paul Tergat í maraþoni karla muni haldast í mörg ár, en samkvæmt prófessornum er aðeins hægt að bæta það met um 49 sekúndur. Met Tergat er 2:04.55.

Öðruvísi horfir við í maraþoni kvenna því hægt er að bæta heimsmet Paulu Radcliffe, 2:15:25, um tæpar níu mínútur.

Samkvæmt Einmahl er hægt að hlaupa 200 metra hlaup á 18,63 sekúndum, en heimsmest Michael Johnson er 19,32 sekúndur. Þá er hægt að bæta 12,88 sekúndna heimsmet Liu Xiang í 110 metra grindahlaupi um heila hálfa sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×