Erlent

Breski herinn upprætir dauðasveit í Írak

Breskir hermenn að störfum í Írak.
Breskir hermenn að störfum í Írak. MYND/AP

Í dag réðist breski herinn á og handtók sjö íraska lögreglumenn sem grunaðir eru um að stjórna umfangsmikilli glæpastarfsemi sem og svokölluðum dauðasveitum. Sögðu Bretar að Írakarnir hefðu notað sérstaka sérsveit gegn glæpum sem yfirskin til þess að fremja glæpi.

Grunur leikur á að dauðasveitir þeirra hafi átt þátt í morðum á allt að 17 íröskum lögreglumönnum fyrir rúmum mánuði síðan. Hald var lagt á ýmis gögn í árásinni, svo sem tölvur og skjöl sem notuð verða í rannsókninni á málinu. Breski herinn sagði málið alvarlegt og það sýndi íröskum lögreglumönnum að spilling myndi draga dilk á eftir sér og að réttlætið myndi að lokum bera sigur úr býtum.

Fimm bandarískir hermenn létust í bardögum í Írak í dag og nálgast tala fallina bandarískra hermanna því 3.000 en nýskipaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna var einmitt í heimsókn í Írak nýverið til þess að meta ástandið þar. Talið er líklegt að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak um stutta stund til þess að herða baráttuna gegn spillingu og ofbeldi sem er við það steypa landinu í glötun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×