Tónlist

Bardukha með útgáfuteiti á Súfistanum

 

Bardukha heldur útgáfuteiti á Súfistanum í Hafnarfirði Fimmtudag 21.desember og í Reykjavík Föstudag 22.desember í tilefni af útgáfu sínum fyrsta geisladisk.
Leikur hefst klukkan 21.00 í Hafnarfirði og klukkan 20.00 í Reykjavík

Eftir fjögurra ára litríkan feril hefur loks fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Bardukha litið dagsins ljós, útgefandi er Músik ehf.

Bardukha er skipuð þeim Ástvaldi Traustasyni sem leikur á harmoniku, Steingrími Guðmundssyni darboukhuleikara, Hjörleifi Valssyni fiðluleikara og Birgi Bragasyni sem leikur á kontrabassa.
Bardukha leikur balzamertónlist sem einkennist af sterkum þjóðlegum áhrifum, auk spuna í ríkulegu magni. Ekki er óalgengt að þeim hlaupi kapp í kinn sem getur leitt tónlistina á óvæntar brautir og á stundum eiga þeir til að bresta í söng á erlendum þjóðtungum af slíku listfengi að eftir er tekið.
Aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.