Erlent

Þrettán hengdir í Írak

Óöldin í Írak kostar stöðugt fleiri mannslíf.
Óöldin í Írak kostar stöðugt fleiri mannslíf. MYND/AP

Þrettán menn voru teknir af lífi í Írak, í dag, fyrir morð, nauðganir og pyntingar. Í tilkynningu frá stjórnvöldum sagði að einn mannanna hefði viðurkennt að hafa myrt tíu manns, og annar að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu.

Tuttugu og sjö menn voru teknir af lífi í september, fyrir sömu sakir. Áhöld voru um það framanaf hvort dauðarefsingar yrðu teknar upp að nýju, í Írak, eftir fall Saddams Hussein. Þá voru einnig vangaveltur um hver yrðu örlög forsetans fyrrverandi.

Dauðarefsingar voru svo teknar upp á nýjan leik, á síðasta ári, og hafa tugir manna verið teknir af lífi síðan. Saddam Hussein hefur þegar hlotið einn dauðadóm fyrir grimmdarverk í stjórnartíð sinni. Aftökur í Írak fara fram með hengingu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×