Erlent

Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur

Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna.

Áætlað er að nýtt fyrirtæki framleiði tæplega tvær milljónir tunna af olíu á dag. Stefnt er að því að sameinað fyrirtæki vaxi á alþjóðlega vísu þar sem bæði Hydro og Statoil hafi hingað til verið að auka við starfsemi sína utan Noregs.

Stjórnendur segja samruna hagkvæmustu lausnina, þannig geti fyrirtækin samnýtt krafta sína í alþjóðlegri samkeppni. Norðmenn eru þriðju stærstu útflytjendur hráolíu í heiminum.

Verð á hlutabréfum í Norsk Hydro hækkuðu um 24% vegna frétta morgunsins og verð á bréfum í Statoil hækkuðu um 7%.

Samkvæmt samningnum fá hluthafar í Statoil 67,3% hlutafjár í nýja félaginu og hluthafar í Norsk Hydro afanginn.

Norsk stjórnvöld, sem eiga hlut í báðum fyrirtækjum, eignast þar með 67% hlutafjár í nýjufélagi.. Jens Stotenberg, forsætisráðherra, fagnar ákvörðuninni og segir þetta bæta samkeppnisstöðu Norðmanna á olíu- og gasmarkaði í framtíðinni.

Áætlað er að samrunanum verði lokið síðla árs 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×