Erlent

Hamas og Fatah friðmælast

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, á fundi með samráðherrum í heimastjórn Palestínumanna í Gaza-borg í dag.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, á fundi með samráðherrum í heimastjórn Palestínumanna í Gaza-borg í dag. MYND/AP

Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga.

Abbas boðaði kosningar innan skamms í ræðu sem hann flutti í gær. Nú virðist sem annað hljóð sem komið í liðsmenn Hamas og Fatah. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað.

Komið verður í veg fyrir vopnuð átök liðsmanna, öryggissveitir fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar, gíslar verða látnir lausir og endir bundinn á umsátur um ráðuneyti heimastjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×