Erlent

Óttast grímulaust stríð milli Hamas og Fatah

MYND/AP

Palestínumenn úr Hamas og Fatah samtökunum hafa í morgun barist bæði á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum. Hamas sakar Fatah um að hafa í gær reynt að myrða Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestinsku ríkisstjórnarinnar. Einn lífvarða hans féll í átökunum.

Valdabaráttan milli Hamas og Fatah virðist vera að fara úr böndunum. Varla líður sá dagur að ekki komi til skotbardaga milli hreyfinganna og miskunnarlaus morð eru að verða daglegt brauð. Fyrr í vikunni voru þrír ungir synir Fatah foringja myrtir þegar þeir voru á leið í skólann. Sá elsti var níu ára gamall.

Daginn eftir var dómari úr röðum Hamas dreginn út úr bíl sínum og skotinn til bana, með köldu blóði. Menn óttast að þessi átök breytist í grímulaust stríð á milli fylkinganna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×