Erlent

Forsætisráðherra stöðvaður á landamærunum

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, var ekki hleypt inn á Gaza svæðið, í dag, þegar hann kom úr nokkurra vikna heimsókn erlendis frá. Búist er við að hann hafi með sér milljónir dollara í fjárhagsaðstoð við ríkisstjórn sína. Óljóst er hvort Ísraelar hleypa honum inn í landið, með peningana.

Samkvæmt ísraelskum lögum er bannað að láta hryðjuverkasamtökum fé í hendur. Ísraelar skilgreina Hamas samtökin sem slík, og Haniyeh er fulltrúi þeirra í ríkisstjórninn. Það er því spurning hvort Ísraelar túlki lögin á þann veg að Haniyeh fái ekki að koma með peningana til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×