Erlent

Dauði Díönu ekkert annað en slys

Sérstök rannsóknarnefnd bresku lögreglunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Díana prinsessa af Wales hafi farist í bílslysi, sem varð vegna þess að ökumaður bifreiðarinnar var undir áhrifum áfengis og ók alltof hratt.

Rannsókn þessi hefur staðið í þrjú ár og var hrundið af stað vegna allskonar samsæriskenninga.

Meðal þeirra sem héldu fram samsæriskenningum er Mohammed al Fayed, faðir Dódis Fayeds sem fórst í slysinu með Díönu. Hann heldur því fram að breska leyniþjónustan hafi myrt þau, og segir niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar vera yfirhylmingu og ekkert annað.

Frönsk rannsóknarnefnd sem skilaði áliti árið 1990, komst að sömu niðurstöðu og sú breska nú. Sá sem stjórnaði rannsókn bresku lögreglunnar er John Stevens, fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×