Erlent

Gagnrýnir fjölgun í öryggissveitum

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, gagnrýndi í dag Mahmoud Abbas, forseta, fyrir að fjölga í liði öryggissveita á Gaza ströndinni. Hann sagði að rétta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofbeldi væri að virða sigur Hamas í þingkosningunum, sem skiluðu þeim til valda.

Spenna hefur farið sívaxandi á milli Hamas og Fatah hreyfinganna, undanfarin misseri og ekki síst eftir að tilraunir til þess að mynda þjóðstjórn fóru út um þúfur. Ofbeldi hefur farið vaxandi. Á mánudag voru þrír barnungir synir eins leiðtoga Fatah myrtir þegar verið var að aka þeim í skólann.

Og í dag var dómari úr röðum Hamas myrtur þegar hann var að koma til vinnu sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×