Erlent

ESB viðræðum Tyrkja frestað að hluta

MYND/AP

Untanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í gær að fresta að hluta viðræðum Tyrkja um aðild að sambandinu. Þetta er gert vegna þess að stjórnvöld í Ankara hafa neitað að opna hafnir sínur fyrir Kýpu-Grikkjum. Utanríkisráðherrarnir samþykktu þetta einróma á fundi sínum sem stóð í tíu klukkustundir og lauk seint í gær.

Samningaferlið er í 35 liðum og 8 þeirra verður frestað. Lúta þeir að atriðum tengdum samgöngumálum og viðskiptum. Stjórnmálaskýrendur segja niðurstöðuna í gær hafa komið nokkuð á óvart þar sem áður virtist sem sambandslöndin væru ekki á einu máli um hvernig ætti að bregðast við brotum Tyrkja á samkomulagi frá því í fyrra um að opna hafnir og flugvelli fyrir ESB ríkjum, þar á meðal Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×