Erlent

Íhuga að opna kistu Páls postula

Grafhýsi Páls postula.
Grafhýsi Páls postula.

Embættismenn í Páfagarði eru að velta því fyrir sér að láta opna stóra þykka marmarakistu, sem talið er að geymi jarðneskar leifar Páls postula. Búið er að reyna að taka röntgen myndir af kistunni, en hún er of þykk til þess að sjáist inn í hana.

Andrea di Montezelmi, kardináli, sagði á fundi með fréttamönnum, í dag, að leyfi páfa þurfi til þess að opna kistuna. Hann hnussaði að fréttum um að kistan hefði fundist nýlega.

Menn hefðu vitað í tvöþúsund ár að hún væri í grafhýsi undir gólfi Sankti Pálskirkjunnar, sem er utan múra Páfagarðs, en tilheyrir honum engu að síður.

Kardinálinn sagði að í gegnum aldirnar hefðu verið margvíslegar framkvæmdir í kirkjunni og stundum hefði kistan verið sýnileg og stundum ekki.

Á marmaratöflu við kistuna er áletrun þar sem segir; Páll postuli, píslarvottur. Samkvæmt kaþólskum sögnum lét Páll postuli lífið fyrir trú sína á fyrstu öld eftir Krist




Fleiri fréttir

Sjá meira


×