Erlent

Vísar á rússnesk yfirvöld

Marina Litvinenko, eiginkona KGB njósnarans Alexanders Litvinenko, segir margt benda til þess að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á dauða hans. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirka efninu polon 210 í síðasta mánuði.

Marina segir í viðtali við breska blaðið Mail on Sunday í dag að hún sé þess fullviss að breska lögreglan finni morðingjann. Þetta er fyrsta viðtalið sem Marina Litvinenko veitir og taldi hún þörf á því þar sem margir hefðu reynt að kasta rýrð á persónu eiginmanns hennar síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×