Erlent

20 tonn af efedríni

Felipe Calderon (t.v.) hefur lagt mikla áherslu á að berjast gegn glæpum.
Felipe Calderon (t.v.) hefur lagt mikla áherslu á að berjast gegn glæpum. MYND/AP

Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á stóra sendingu af efni sem notað er við gerð methamfetamíns. Alls fundust 20 tonn af efninu efedrín í borginni Michoacan en hún er talin ein helsta umskipunarhöfn fyrir eiturlyf á leið til Bandaríkjanna.

Stríð á milli glæpagengja í borginni hefur hins vegar leitt til þess að lögreglan hefur aukið umsvif sín og lagt hald á sífellt meira af eiturlyfjum.

Í höfninni þar sem eiturlyfin fundust eru oft skotbardagar á milli eiturlyfjasala og lögreglu og voru því hermenn fengnir til þess að gæta efedrínsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×