Tónlist

Mig langar að læra

12 Tónar hafa gefið út geisladiskinn Barnalög, Mig langar að læra, en hann er ætlaður fyrir yngstu börnin heimilinu.

Diskurinn inniheldur 18 lög og texta eftir Kristján Hreinsson í útsetningum Kjartans Valdimarssonar. Ung og efnileg söngkona, Rannveig Káradóttir, syngur öll lögin auk þess að spila á þverflautu.

Hljóðfæraleikarar eru að auki, Kjartan á flygill og nikku, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á bassa og Helgi Svavar Helgason leikur á trommur en þeir koma báðir úr Flís. Fanney og Viktoría Kjartansdætur sungu bakraddir.

Upptökur fóru að mestu fram í Heita Pottinum hjá Finni Hákonarsyni. Umslag var hannað af Ingiberg Þór Þorsteinssyni.

Lögin á disknum eru smellin, skemmtileg og hugljúf allt í senn. Þau eru ætluð yngstu börnunum en höfða reyndar til barnsins í okkur öllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.