Erlent

Palestínumenn bjóða frið

Ísraelskir hermenn fylgjast með Gaza svæðinu.
Ísraelskir hermenn fylgjast með Gaza svæðinu. MYND/AP

Herskáir hópar Palestínumanna hafa gert Ísraelum friðartillögu. Ætla þeir sér að hætta öllum eldflaugaárásum á Ísrael gegn því að Ísraelar muni hætta öllum hernaðaraðgerðum á Gaza svæðinu og Vesturbakkanum svokallaða. Þessu skýrði talsmaður hópanna frá í dag.

Leiðtogi hópsins Hið íslamska jihad sagði að allir meginhópar herskárra Palestínumanna hefðu samþykkt tilboðið og þar á meðal Hamas-samtökin og Fatah-hreyfingin. Einnig hefðu smærri hópar samþykkt það. Samkomulag náðist um tillöguna á fundi sem haldinn var með forsætisráðherra Palenstínsku heimastjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×