Erlent

Með golfkylfur í geimnum

Rússneski geimfarinn Mikhail Tyurin sló í nótt lengsta golfhögg sögunnar. Það er reyndar svo langt að kúlan er enn á flugi. Tyurin stillti sérhannaðri golfkúlu sinni fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina sem er á sporbaug í 220 kílómetra hæð yfir jörðu og þrumaði henni svo út í geiminn með járni númer sex. Hún verður líklega á sporbaug næstu 2-3 daga og hefur þá ferðast milljónir kílómetra. Uppátækið var í boði kanadísks golfvöruframleiðanda en með því reynir Rússneska geimferðastofnunin að fjármagna starfsemi sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×