Erlent

Rúmlega 140 fórust í árásinni

Tala látinna í sprengjuárásunum í Bagdad í dag er komin upp í rúmlega 140. Á þriðja hundrað eru særðir, sumir lífshættulega.

Árásirnar voru gerðar með þremur bílsprengjum sem sprungu nær samtímis í Sadr-hverfi sjíamúslima í Bagdad, þar af ein á grænmetismarkaði. Einnig var vörpusprengjum skotið að borginni og óvenju dirfskufull árás var gerð að heilbrigðisráðuneytinu, sem einnig er í umsjá sjíamúslima undir stjórn Moqtada al-Sadr. Sjíamúslimar hafa streymt út á götur Baghdad til að mótmæla og telja einsýnt að það séu súnnímúslimar sem hafi gert árásirnar. Búast má við að þeir leiti hefnda.

Mannfallið í er eitthvert mesta blóðbað sem orðið hefur í svona árásum í Íraksstríðinu frá upphafi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×