Erlent

Eltast við þjóðarmorðingja í Rúanda

Fórnarlömb í Rúanda
Fórnarlömb í Rúanda MYND/AP

Franskur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur níu embættismönnum í Rúanda sem eru grunaðir um að hafa skipulagt morðið á forseta landsins árið 1994. Dauði forsetans var kveikjan að þjóðarmorðinu sem framið var í landinu.

Embættismennirnir þrír eru nánir samstarfsmenn Pauls Kagames, núverandi forseta Rúanda. Hann er grunaður um að vera höfuðpaurinn í samsærinu, en samkvæmt frönskum lögum er ekki hægt að gefa út handtökuskipanir á hendur þjóðhöfðingjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×