Erlent

Methagnaður hjá Air France á öðrum ársfjórðungi

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri Air France- KLM, kynnir afkomutölur félagsins.
Jean-Cyril Spinetta, forstjóri Air France- KLM, kynnir afkomutölur félagsins. MYND/AP

Stærsta flugfélag Evrópu, Air France-KLM, skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs, eða sem nemur um 28 milljörðum íslenskra króna. Annar ársfjórðungur í rekstrarári félagsins nær frá júlí til september en hagnaðurinn á því tímabili í fyrra var um 22 milljarðar sem er um fjórðungi minni hagnaður en í ár. Hagnaður Air France-KLM á síðasta rekstrarári nam nærri 70 milljörðum en forsvarsmenn fyrirtækisins búast við að hann aukist töluvert þegar núverandi rekstarári lýkur 31. mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×