Eitt heimskulegasta hernaðarævintýri sögunnar 21. nóvember 2006 23:34 Skiptir einhverju hvort herir Bandaríkjamanna og Breta eru áfram í Írak? Sumir segja ekki. Herliðið er í herkví, lokað inni á afgirtum svæðum, fyrir utan gerir það sama og ekkert gagn. Þar ríkir algjört stjórnleysi. Landið er svo gott sem hrunið. Írak er komið næst því sem hægt er að kalla helvíti á jörð. Það virðist ekkert hægt að gera, engin lausn er neins staðar í sjónmáli. Lögleysið er algjört. Uppbyggingin sem var lofað fór öll í vaskinn eða gufaði upp í spillingu. Fólk deyr unnvörpum vegna þess að það fær ekki læknisþjónustu. Atvinnulífið er lamað. Skólarnir starfa ekki lengur. Sjálfsmorðsárásir, fjöldamorð, mannrán eru daglegt brauð. Það er engin lögregla, engin opinber stjórnsýsla, hin meinta ríkisstjórn landsins er lokuð inni á svokölluðu græna svæði sem er gætt af bandarískum hermönnum. Sá sem hættir sér þaðan er undireins skotmark. Ástandið er verra en nokkur getur ímyndað sér. Er þetta það sem Bush kallaði mission accomplished fyrir þremur árum? Það er ekkert víst að þetta versni ef vestrænu herirnir fara frá Írak. Kannski getur það ekki versnað. Einn dálkahöfundur orðar það svo að hersetan hafi fyrst verið brútal en nú sé hún bara idjótísk. Allt tal um að koma á lýðræði í landinu hefur þagnað. --- --- --- Í Bandaríkjunum er smátt og smátt verið að taka forræðið af forsetanum. Hann er búinn að tapa völdum í báðum þingdeildum. Á vettvang eru komnir gamlir vinir pabba hans til að freista þess að hreinsa upp eftir partíið. Þeir trúðu aldrei á stríðið. Dick Chaney og Condolezza Rice verða sett út í kuldann. Gamli utanríkisráðherrann James Baker hefur verið settur yfir nefnd, Iraq Study Group, sem á að leita leiða út úr foraðinu. Brottförin er í raun að hefjast. Hún gerist ekki tafarlaust. Það verður ekki flúið af þaki eins og síðasta daginn í Vietnam. Líklegra er að hersveitirnar hörfi smátt og smátt úr borgum Íraks og út í eyðimörkina þar sem þær munu loka sig af innan virkisveggja. Stefna Bush er algjörlega gjaldþrota. Innrásin í Írak á eftir að fara í sögubækur sem eitthvert heimskulegasta hernaðarævintýri sögunnar. Rotturnar flýja sökkvandi skip. Neoconarnir sem hvöttu til stríðsins eru farnir frá borði. Einn þeirra sagði um hópinn í kringum Bush: "Ekki einungis var hver einstaklingur þarna mjög gallaður, en saman voru þau banvæn." Og svo notar þessi maður orð sem er haft um ónýtar fjölskyldur - dysfunctional... --- --- --- Leiðirnar út lykta af gamaldags pólitík, samráði, gömlu Evrópu, öllu því sem var eitur í beinum liðsins í kringum Bush. Nú er allt í einu talað um að fá aðstoð frá Sýrlandi og Íran - þeir hljóta að skemmta sér konunglega í Teheran og annar staðar í öxli hins illa. Ein meginhugmyndin bak við stríðið var að Írak yrði notað til að endurskapa Miðausturlönd. Leiðin skyldi liggja í gegnum Bagdad til Jerúsalem, en nú er talað um að fara aftur á kunnuglegar slóði - að byrja í Jerúsalem. Gamlir raunsæismenn eins og Baker menn skilja að ekki verður neinn friður í Miðausturlöndum nema reynt sé að finna lausn á Palestínudeilunni. Ofstækismennirnir í kringum Bush höfðu engan áhuga á því. --- --- --- Hér heima var óskaplegt að heyra þátttakendur í prófkjörum tönnlast á því að ákvörðun um að styðja stríðið hafi verið "rétt á sínum tíma". Þetta er það sem kallast tautólógía, stöðluð fullyrðing sem virðist rökheld en er merkingarlaus, klisja sem felur í sér dauða hugsun. Nú eru aðallleikararnir horfnir af sviðinu, þeir sem ákváðu upp á sitt eindæmi að Ísland skyldi styðja þetta stríð og þá skilur maður ekki hvað er að óttast. Hver er hræddur við Davíð Oddsson? Það er allt í lagi að fara að viðurkenna að innrásin í Írak var byggð á lygum, hroka og heimsku - eða ætla menn að láta eins og Morgunblaðið sem á sínum tíma var síðasti fjölmiðill í vesturheimi til að viðurkenna að Vietnamstríðið var rugl? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Skiptir einhverju hvort herir Bandaríkjamanna og Breta eru áfram í Írak? Sumir segja ekki. Herliðið er í herkví, lokað inni á afgirtum svæðum, fyrir utan gerir það sama og ekkert gagn. Þar ríkir algjört stjórnleysi. Landið er svo gott sem hrunið. Írak er komið næst því sem hægt er að kalla helvíti á jörð. Það virðist ekkert hægt að gera, engin lausn er neins staðar í sjónmáli. Lögleysið er algjört. Uppbyggingin sem var lofað fór öll í vaskinn eða gufaði upp í spillingu. Fólk deyr unnvörpum vegna þess að það fær ekki læknisþjónustu. Atvinnulífið er lamað. Skólarnir starfa ekki lengur. Sjálfsmorðsárásir, fjöldamorð, mannrán eru daglegt brauð. Það er engin lögregla, engin opinber stjórnsýsla, hin meinta ríkisstjórn landsins er lokuð inni á svokölluðu græna svæði sem er gætt af bandarískum hermönnum. Sá sem hættir sér þaðan er undireins skotmark. Ástandið er verra en nokkur getur ímyndað sér. Er þetta það sem Bush kallaði mission accomplished fyrir þremur árum? Það er ekkert víst að þetta versni ef vestrænu herirnir fara frá Írak. Kannski getur það ekki versnað. Einn dálkahöfundur orðar það svo að hersetan hafi fyrst verið brútal en nú sé hún bara idjótísk. Allt tal um að koma á lýðræði í landinu hefur þagnað. --- --- --- Í Bandaríkjunum er smátt og smátt verið að taka forræðið af forsetanum. Hann er búinn að tapa völdum í báðum þingdeildum. Á vettvang eru komnir gamlir vinir pabba hans til að freista þess að hreinsa upp eftir partíið. Þeir trúðu aldrei á stríðið. Dick Chaney og Condolezza Rice verða sett út í kuldann. Gamli utanríkisráðherrann James Baker hefur verið settur yfir nefnd, Iraq Study Group, sem á að leita leiða út úr foraðinu. Brottförin er í raun að hefjast. Hún gerist ekki tafarlaust. Það verður ekki flúið af þaki eins og síðasta daginn í Vietnam. Líklegra er að hersveitirnar hörfi smátt og smátt úr borgum Íraks og út í eyðimörkina þar sem þær munu loka sig af innan virkisveggja. Stefna Bush er algjörlega gjaldþrota. Innrásin í Írak á eftir að fara í sögubækur sem eitthvert heimskulegasta hernaðarævintýri sögunnar. Rotturnar flýja sökkvandi skip. Neoconarnir sem hvöttu til stríðsins eru farnir frá borði. Einn þeirra sagði um hópinn í kringum Bush: "Ekki einungis var hver einstaklingur þarna mjög gallaður, en saman voru þau banvæn." Og svo notar þessi maður orð sem er haft um ónýtar fjölskyldur - dysfunctional... --- --- --- Leiðirnar út lykta af gamaldags pólitík, samráði, gömlu Evrópu, öllu því sem var eitur í beinum liðsins í kringum Bush. Nú er allt í einu talað um að fá aðstoð frá Sýrlandi og Íran - þeir hljóta að skemmta sér konunglega í Teheran og annar staðar í öxli hins illa. Ein meginhugmyndin bak við stríðið var að Írak yrði notað til að endurskapa Miðausturlönd. Leiðin skyldi liggja í gegnum Bagdad til Jerúsalem, en nú er talað um að fara aftur á kunnuglegar slóði - að byrja í Jerúsalem. Gamlir raunsæismenn eins og Baker menn skilja að ekki verður neinn friður í Miðausturlöndum nema reynt sé að finna lausn á Palestínudeilunni. Ofstækismennirnir í kringum Bush höfðu engan áhuga á því. --- --- --- Hér heima var óskaplegt að heyra þátttakendur í prófkjörum tönnlast á því að ákvörðun um að styðja stríðið hafi verið "rétt á sínum tíma". Þetta er það sem kallast tautólógía, stöðluð fullyrðing sem virðist rökheld en er merkingarlaus, klisja sem felur í sér dauða hugsun. Nú eru aðallleikararnir horfnir af sviðinu, þeir sem ákváðu upp á sitt eindæmi að Ísland skyldi styðja þetta stríð og þá skilur maður ekki hvað er að óttast. Hver er hræddur við Davíð Oddsson? Það er allt í lagi að fara að viðurkenna að innrásin í Írak var byggð á lygum, hroka og heimsku - eða ætla menn að láta eins og Morgunblaðið sem á sínum tíma var síðasti fjölmiðill í vesturheimi til að viðurkenna að Vietnamstríðið var rugl?