Mosley segir of mörg mót í Evrópu 16. nóvember 2006 18:01 Max Mosley NordicPhotos/GettyImages Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira