Þreytt og spillt prófkjör 12. nóvember 2006 17:49 Prófkjör eru hið besta skemmtiefni. Ákefðin í sumum, hvað þá langar barnalega mikið á þing, hvað þeir eru skelfingu lostnir að missa þingsætið sitt, hvað þeir verða hrikalega spældir ef þeir tapa - þetta er eins og hvaða raunveruleikaþáttur sem er. Eða framhald af Íslandsmótinu í fótbolta, eða jafnvel skylmingaþrælaleikjum þegar best lætur. Þetta er ekki endilega markverðara en það. Við höfum þetta kerfi. Prófkjörin að hausti, kosningar um vor, allir ganga óbundnir til kosninga. Það er í raun voða lítið sem fólkið fær að ráða. Flest þingsætin eru nokkurn veginn örugg. Það er passað vel upp á að í prófkjörunum verði ekki mjög dramatískar breytingar. Svo er kosið - eins og margoft hefur verið sagt er fólk alltaf að greiða Framsóknarflokknum atkvæði með einum eða öðrum hætti. --- --- --- Prófkjör eru hentug fyrir sitjandi þingmenn og fyrir framapotara, en það er erfitt fyrir venjulegt fólk að taka þátt í þeim. Það hverfur ekki úr vinnu sisvona til að taka þátt í svona baráttu - með þessari aðferð fáum við örugglega ekki besta hugsanlega fólkið til að stjórna landinu. Það eru líka alls konar bellibrögð sem tíðkast í prófkjörum. Peningar geta auðvitað haft mikil áhrif. Alls konar liði er smalað utankjörstaðar. Stundum er nóg að hafa bara fylgi í einu plássi. Það er hægt að mynda bandalög við annan frambjóðanda um að fella þann þriðja. Við höfum séð dæmi um þetta allt nýlega. Allt hefur þetta yfirbragð lýðræðis, en er kannski ekkert sérlega lýðræðislegt. Og kemur að vissu leyti í staðinn fyrir að flokkar hafi stefnu. Prófkjörið er kannski eina alvöru lífsmarkið í flokknum. Þetta tekur líka óskaplegan tíma. Þingmaður er varla kominn í sæti sitt fyrr en hann er farinn að hugsa um prófkjör. Þar etur hann kappi við ætlaða samherja sína - fátt skapar meira hatur innan flokka en prófkjör. --- --- --- Ég held það sé allt í lagi að við veltum fyrir okkur hvort þetta sé besta aðferðin til að velja þá sem eiga að stjórna landinu. Það eru til ýmsar aðrar leiðir - við erum orðin mjög vön þessu kerfi, en það er ekki endilega gott. Ein hugmynd sem ég hef verið dálítið skotinn í eru einmenningskjördæmi. Ef við vildum halda sömu þingmannatölu yrði landinu skipt niður í 63 kjördæmi og kosinn einn þingmaður úr hverju. Þá myndu Melarnir í Reykjavík hafa sinn þingmann, Smárinn í Kópavogi og Brekkan á Akureyri líka. Þetta myndi þýða að þingmenn yrðu mun nær kjósendum sínum, þyrftu að standa sig gagnvart þeim. Það yrðu vonandi færri jámenn, minna þýlyndi. Þetta myndi líka þýða að flokkarnir þyrftu að raða sér upp á nýtt. Við fengjum jafnvel tveggja flokka kerfi - vinstri menn þyrftu að sameinast almennilega, Sjálfstæðisflokkur gæti náð hreina meirihlutanum sem hann hefur alltaf dreymt um, tækifærissinnaður flokkur eins og Framsókn myndi missa ítök sín. Þetta hefur sína galla, en það yrðu skýrari línur. --- --- --- Svo eru fleiri útfærslur hugsanlegar. Ein hugmynd er að fella prófkjör flokkanna inn í kosningarnar - já þannig að þau verði hluti af kosningunum. Þá fengjum við bæði að kjósa um flokka og fólk. Við gætum kannski krossað við svona tíu frambjóðendur og þeir þyrftu ekki endilega allir að vera í sama flokki. Svo ættu einstaklingar sem eru ekki í neinum stjórnmálaflokki líka að geta boðið sig fram - fólk eins og til dæmis Ómar Ragnarsson, fólk sem á erindi, brennur í andanum, en hefur ekki endilega tök á að stofna stjórnmálaflokk. --- --- --- Flokkarnir munu ekki koma sér saman um neitt svona. Nú situr sérstök stjórnarskrárnefnd sem nær ekki samkomulagi um eitt eða neitt - nefndin er að verða sér að fífli fyrir alþjóð. Þegar fjallað er um kosningar eru flokkarnir uppteknir af því að jafna sín á milli, það er aðalmálið fyrir þá þegar þeir eru að lappa upp á gamla kerfið, en ekki að jafna þar sem hallar á lýðræðið. Prófkjörin eins og þau eru framkvæmd núna eru spillt og þreytt fyrirbæri. Við þurfum betri aðferðir til að losna við dauða hönd flokksvalds og koma í veg fyrir að óhæft fólk setjist á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Prófkjör eru hið besta skemmtiefni. Ákefðin í sumum, hvað þá langar barnalega mikið á þing, hvað þeir eru skelfingu lostnir að missa þingsætið sitt, hvað þeir verða hrikalega spældir ef þeir tapa - þetta er eins og hvaða raunveruleikaþáttur sem er. Eða framhald af Íslandsmótinu í fótbolta, eða jafnvel skylmingaþrælaleikjum þegar best lætur. Þetta er ekki endilega markverðara en það. Við höfum þetta kerfi. Prófkjörin að hausti, kosningar um vor, allir ganga óbundnir til kosninga. Það er í raun voða lítið sem fólkið fær að ráða. Flest þingsætin eru nokkurn veginn örugg. Það er passað vel upp á að í prófkjörunum verði ekki mjög dramatískar breytingar. Svo er kosið - eins og margoft hefur verið sagt er fólk alltaf að greiða Framsóknarflokknum atkvæði með einum eða öðrum hætti. --- --- --- Prófkjör eru hentug fyrir sitjandi þingmenn og fyrir framapotara, en það er erfitt fyrir venjulegt fólk að taka þátt í þeim. Það hverfur ekki úr vinnu sisvona til að taka þátt í svona baráttu - með þessari aðferð fáum við örugglega ekki besta hugsanlega fólkið til að stjórna landinu. Það eru líka alls konar bellibrögð sem tíðkast í prófkjörum. Peningar geta auðvitað haft mikil áhrif. Alls konar liði er smalað utankjörstaðar. Stundum er nóg að hafa bara fylgi í einu plássi. Það er hægt að mynda bandalög við annan frambjóðanda um að fella þann þriðja. Við höfum séð dæmi um þetta allt nýlega. Allt hefur þetta yfirbragð lýðræðis, en er kannski ekkert sérlega lýðræðislegt. Og kemur að vissu leyti í staðinn fyrir að flokkar hafi stefnu. Prófkjörið er kannski eina alvöru lífsmarkið í flokknum. Þetta tekur líka óskaplegan tíma. Þingmaður er varla kominn í sæti sitt fyrr en hann er farinn að hugsa um prófkjör. Þar etur hann kappi við ætlaða samherja sína - fátt skapar meira hatur innan flokka en prófkjör. --- --- --- Ég held það sé allt í lagi að við veltum fyrir okkur hvort þetta sé besta aðferðin til að velja þá sem eiga að stjórna landinu. Það eru til ýmsar aðrar leiðir - við erum orðin mjög vön þessu kerfi, en það er ekki endilega gott. Ein hugmynd sem ég hef verið dálítið skotinn í eru einmenningskjördæmi. Ef við vildum halda sömu þingmannatölu yrði landinu skipt niður í 63 kjördæmi og kosinn einn þingmaður úr hverju. Þá myndu Melarnir í Reykjavík hafa sinn þingmann, Smárinn í Kópavogi og Brekkan á Akureyri líka. Þetta myndi þýða að þingmenn yrðu mun nær kjósendum sínum, þyrftu að standa sig gagnvart þeim. Það yrðu vonandi færri jámenn, minna þýlyndi. Þetta myndi líka þýða að flokkarnir þyrftu að raða sér upp á nýtt. Við fengjum jafnvel tveggja flokka kerfi - vinstri menn þyrftu að sameinast almennilega, Sjálfstæðisflokkur gæti náð hreina meirihlutanum sem hann hefur alltaf dreymt um, tækifærissinnaður flokkur eins og Framsókn myndi missa ítök sín. Þetta hefur sína galla, en það yrðu skýrari línur. --- --- --- Svo eru fleiri útfærslur hugsanlegar. Ein hugmynd er að fella prófkjör flokkanna inn í kosningarnar - já þannig að þau verði hluti af kosningunum. Þá fengjum við bæði að kjósa um flokka og fólk. Við gætum kannski krossað við svona tíu frambjóðendur og þeir þyrftu ekki endilega allir að vera í sama flokki. Svo ættu einstaklingar sem eru ekki í neinum stjórnmálaflokki líka að geta boðið sig fram - fólk eins og til dæmis Ómar Ragnarsson, fólk sem á erindi, brennur í andanum, en hefur ekki endilega tök á að stofna stjórnmálaflokk. --- --- --- Flokkarnir munu ekki koma sér saman um neitt svona. Nú situr sérstök stjórnarskrárnefnd sem nær ekki samkomulagi um eitt eða neitt - nefndin er að verða sér að fífli fyrir alþjóð. Þegar fjallað er um kosningar eru flokkarnir uppteknir af því að jafna sín á milli, það er aðalmálið fyrir þá þegar þeir eru að lappa upp á gamla kerfið, en ekki að jafna þar sem hallar á lýðræðið. Prófkjörin eins og þau eru framkvæmd núna eru spillt og þreytt fyrirbæri. Við þurfum betri aðferðir til að losna við dauða hönd flokksvalds og koma í veg fyrir að óhæft fólk setjist á þing.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun