Friðargæslan 22. október 2006 06:00 Utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir hefur tilkynnt um breyttar áherslur í friðargæslu Íslands. Framvegis verður áhersla lögð á fjögur svið á vegum friðargæslunnar, en þau eru á vettvangi löggæslu og réttarfars, flugmála og flugvallastjórnunar, fjölmiðlunar og upplýsingamála og á sviði heilbrigðismála. „Við ætlum að mýkja ásýnd friðargæslunnar og færa hana enn meira yfir á borgaraleg svið. Við höfum mikla reynslu og höfum getið okkur gott orð þar sem við höfum komið að málum á þessum sviðum," sagði Valgerður Sverrisdóttir, er hún kynnti þessar nýju áherslur í síðustu viku. Þar með verður dregið úr starfsemi íslensku friðargæslunnar, þar sem áberandi hafa verið þungvopnaðir Íslendingar í felulitabúningum á breyttum jeppum, og er það vel. Þau verkefni sem íslenskir friðargæsluliðar eiga að fást við í framtíðinni, eru þess eðlis að við ættum að eiga úrval kvenna og karla til að gegna þeim. Það hæfir ekki herlausri þjóð eins og okkur Íslendingum að halda úti friðargæslu á átakasvæðum, þar sem menn þurfa daglega að ganga um í skotheldum vestum með öflug vopn, og þar sem mikil hætta er á mannfalli vegna átaka stríðandi fylkinga, eins og dæmin sanna. Við höfum verið mjög lánsamir hingað til að hafa ekki misst fólk á þessum svæðum og nú minnkar væntanlega hættan á því, þótt alltaf geti orðið slys, ekki síst þar sem friðargæslu er þörf og henni haldið úti. Fólk í löndum þar sem áratugahefð er fyrir her í landi þeirra, lítur öðruvísi á þungvopnaða hermenn en við. Það er vant hermennsku og þeim siðum og lögmálum sem henni fylgja. Sýningar hermanna í þessum löndum hafa líka heillað marga og skrautfjöðrin í herjum marga landa eru lífvarðasveitir þjóðhöfðingja, sem draga að sér mikinn fjölda innlendra og erlendra áhorfenda á ári hverju. Þessu erum við Íslendingar hins vegar ekki vanir, og því er það skynsamleg ákvörðun hjá utanríkisráðherra að breyta ásýnd Íslensku friðargæslunnar á næstu mánuðum. Íslensk stjórnvöld hafa markað þá stefnu að taka þátt í friðargæslu þar sem hennar er þörf og það er ekkert við það að athuga. Við eigum hins vegar að velja okkur verkefni, sem eru í takt við þjóðarsálina, en láta öðrum um að vera í bardagabúningum. Það er reyndar ekkert nýtt að við Íslendingar tökum þátt í margs konar friðargæslu en hingað til hefur það aðallega verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þannig hefur fjöldi íslenskra lögreglumanna verið með bláa húfu samtakanna og fána okkar á einkennisbúningnum sínum á ýmsum stöðum í heiminum. Friðargæslan síðustu misserin hefur hins vegar verið meira áberandi, þar sem okkar fólk hefur verið á miklum óróa og átakasvæðum. Þau verkefni sem íslenskir friðargæsluliðar eiga að fást við í framtíðinni eru þess eðlis að við ættum að eiga úrval kvenna og karla til að gegna þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Utanríkisráðherra Valgerður Sverrisdóttir hefur tilkynnt um breyttar áherslur í friðargæslu Íslands. Framvegis verður áhersla lögð á fjögur svið á vegum friðargæslunnar, en þau eru á vettvangi löggæslu og réttarfars, flugmála og flugvallastjórnunar, fjölmiðlunar og upplýsingamála og á sviði heilbrigðismála. „Við ætlum að mýkja ásýnd friðargæslunnar og færa hana enn meira yfir á borgaraleg svið. Við höfum mikla reynslu og höfum getið okkur gott orð þar sem við höfum komið að málum á þessum sviðum," sagði Valgerður Sverrisdóttir, er hún kynnti þessar nýju áherslur í síðustu viku. Þar með verður dregið úr starfsemi íslensku friðargæslunnar, þar sem áberandi hafa verið þungvopnaðir Íslendingar í felulitabúningum á breyttum jeppum, og er það vel. Þau verkefni sem íslenskir friðargæsluliðar eiga að fást við í framtíðinni, eru þess eðlis að við ættum að eiga úrval kvenna og karla til að gegna þeim. Það hæfir ekki herlausri þjóð eins og okkur Íslendingum að halda úti friðargæslu á átakasvæðum, þar sem menn þurfa daglega að ganga um í skotheldum vestum með öflug vopn, og þar sem mikil hætta er á mannfalli vegna átaka stríðandi fylkinga, eins og dæmin sanna. Við höfum verið mjög lánsamir hingað til að hafa ekki misst fólk á þessum svæðum og nú minnkar væntanlega hættan á því, þótt alltaf geti orðið slys, ekki síst þar sem friðargæslu er þörf og henni haldið úti. Fólk í löndum þar sem áratugahefð er fyrir her í landi þeirra, lítur öðruvísi á þungvopnaða hermenn en við. Það er vant hermennsku og þeim siðum og lögmálum sem henni fylgja. Sýningar hermanna í þessum löndum hafa líka heillað marga og skrautfjöðrin í herjum marga landa eru lífvarðasveitir þjóðhöfðingja, sem draga að sér mikinn fjölda innlendra og erlendra áhorfenda á ári hverju. Þessu erum við Íslendingar hins vegar ekki vanir, og því er það skynsamleg ákvörðun hjá utanríkisráðherra að breyta ásýnd Íslensku friðargæslunnar á næstu mánuðum. Íslensk stjórnvöld hafa markað þá stefnu að taka þátt í friðargæslu þar sem hennar er þörf og það er ekkert við það að athuga. Við eigum hins vegar að velja okkur verkefni, sem eru í takt við þjóðarsálina, en láta öðrum um að vera í bardagabúningum. Það er reyndar ekkert nýtt að við Íslendingar tökum þátt í margs konar friðargæslu en hingað til hefur það aðallega verið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þannig hefur fjöldi íslenskra lögreglumanna verið með bláa húfu samtakanna og fána okkar á einkennisbúningnum sínum á ýmsum stöðum í heiminum. Friðargæslan síðustu misserin hefur hins vegar verið meira áberandi, þar sem okkar fólk hefur verið á miklum óróa og átakasvæðum. Þau verkefni sem íslenskir friðargæsluliðar eiga að fást við í framtíðinni eru þess eðlis að við ættum að eiga úrval kvenna og karla til að gegna þeim.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun