Sony sker hagnað niður um helming 19. október 2006 09:13 Fartölvur til sölu í verslun í Tókýó í Japan. Mynd/AP Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem líkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir verri afkomu er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fartölvur fyrirtækja á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum af þessum sökum. Önnur af ástæðunum er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á öðrum stórum mörkuðum.Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við umtalsvert betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem líkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir verri afkomu er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fartölvur fyrirtækja á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum af þessum sökum. Önnur af ástæðunum er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á öðrum stórum mörkuðum.Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við umtalsvert betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira