Formúla 1

Schumacher er yfir í sálfræðistríðinu

Michael Schumacher á marga óvini í Formúlu 1, en allir bera þeir þó virðingu fyrir hæfni hans sem ökumanns
Michael Schumacher á marga óvini í Formúlu 1, en allir bera þeir þó virðingu fyrir hæfni hans sem ökumanns NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Damon Hill, segir hinn sigursæla Michael Schumacher ekki hafa verið íþróttinni til mikils sóma á ferlinum, en þykist nokkuð viss um að hann muni enda ferilinn á meistaratitli.

Damon Hill varð sjálfur heimsmeistari árið 1996, en lenti í nokkrum útistöðum við Þjóðverjann á ferlinum. "Hann er frábær ökumaður, það dylst engum, en ég held að hann hafi þó ekki verið íþróttinni til mikils sóma," sagði Hill, en viðurkenndi að einvígi sín við Schumacher hefðu gert sig að betri ökumanni. Hann telur einnig að Schumacher eigi eftir að hafa betur í sálfræðistríðinu við Alonso á lokasprettinum í ár.

Það getur vel verið að mótin á undanförnum árum hafi ekki verið mjög spennandi vegna yfirburða Schumacher, en ég er hræddur um að Michael sé skotheldur þegar kemur að sálfræðistríðinu í sportinu og ég er þegar farinn að sjá veikleikamerki á Alonso og Renault," sagði Hill og bætti því við að hann hlakkaði til að fylgjast með F1 eftir að Schumacher hætti keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×